Kína, Indland og Rússland? Baldur Þórhallsson skrifar 18. júní 2013 07:15 Öll ríki verða að eiga sér bandamenn til að geta blómstrað og varið hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu. Lítil ríki þurfa enn meir á bandamönnum að halda en þau stærri. Í raun eru smáríki upp á þau stærri komin. Þau þurfa á skjóli þeirra að halda í efnahagslegu og pólitísku umróti alþjóðakerfisins. Samskipti ríkja byggjast ekki á góðvildinni einni saman. Til að hægt sé að treysta á bandalagsríki er ekki nægjanlegt að byggja á sameiginlegum menningararfi eða fornu samstarfi. Samvinna ríkja þarf að byggjast á gagnkvæmum hagsmunum. Best er fyrir smáríki að formbinda samskipti sín við stærri ríki innan alþjóðastofnana. Þannig má koma í veg fyrir að stóru fiskarnir éti þá smærri. Alla 20. öldina var Ísland í skjóli ríkja sem gátu látið til sín taka í alþjóðasamfélaginu. Með formlegum hætti bundumst við þessum nágrönnum okkar tryggðaböndum. Danir sáu um framkvæmd utanríkisstefnu landsins til 1940. Þá tók við skjól Breta og síðan Bandaríkjamanna. Bandaríska skjólið tryggði ekki einungis efnahagslega uppbyggingu heldur styrkti stöðu okkur á alþjóðavettvangi. Þorskastríðin eru besta dæmið um það. Í dag er bandaríska skjólið einungis hernaðarlegs eðlis. Fyrir utan alþjóðlegan stuðning hafði danska, breska og bandaríska skjólið umdeild en umtalsverð áhrif á okkar fámenna samfélag. Hverjir eru bandamenn okkar í dag? Hvaða bandamenn áttu íslensk stjórnvöld þegar þau bresku beittu hryðjuverkalögunum? Hvaða bandamenn áttum við innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar við þurftum á neyðaraðstoð að halda? Getur verið að íslensk stjórnvöld hafi brugðist því hlutverki sínu að tryggja landinu öfluga bandamenn sem koma til aðstoðar þegar á reynir? Nú er horft til stjórnvalda í Kína, Indlandi og Rússlandi. Gott er að auka viðskipti við þessi ríki en sú spurning hlýtur að vakna hvort samskiptin við þau geti orðið kjölfestan í íslenskri utanríkisstefnu. Eru þetta okkar nýju bandalagsríki? Er raunhæft að þessi ríki verði okkar vinveittustu nágrannar á 21. öldinni? Eru þetta þau stjórnvöld sem við viljum tengjast tryggðaböndum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Öll ríki verða að eiga sér bandamenn til að geta blómstrað og varið hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu. Lítil ríki þurfa enn meir á bandamönnum að halda en þau stærri. Í raun eru smáríki upp á þau stærri komin. Þau þurfa á skjóli þeirra að halda í efnahagslegu og pólitísku umróti alþjóðakerfisins. Samskipti ríkja byggjast ekki á góðvildinni einni saman. Til að hægt sé að treysta á bandalagsríki er ekki nægjanlegt að byggja á sameiginlegum menningararfi eða fornu samstarfi. Samvinna ríkja þarf að byggjast á gagnkvæmum hagsmunum. Best er fyrir smáríki að formbinda samskipti sín við stærri ríki innan alþjóðastofnana. Þannig má koma í veg fyrir að stóru fiskarnir éti þá smærri. Alla 20. öldina var Ísland í skjóli ríkja sem gátu látið til sín taka í alþjóðasamfélaginu. Með formlegum hætti bundumst við þessum nágrönnum okkar tryggðaböndum. Danir sáu um framkvæmd utanríkisstefnu landsins til 1940. Þá tók við skjól Breta og síðan Bandaríkjamanna. Bandaríska skjólið tryggði ekki einungis efnahagslega uppbyggingu heldur styrkti stöðu okkur á alþjóðavettvangi. Þorskastríðin eru besta dæmið um það. Í dag er bandaríska skjólið einungis hernaðarlegs eðlis. Fyrir utan alþjóðlegan stuðning hafði danska, breska og bandaríska skjólið umdeild en umtalsverð áhrif á okkar fámenna samfélag. Hverjir eru bandamenn okkar í dag? Hvaða bandamenn áttu íslensk stjórnvöld þegar þau bresku beittu hryðjuverkalögunum? Hvaða bandamenn áttum við innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar við þurftum á neyðaraðstoð að halda? Getur verið að íslensk stjórnvöld hafi brugðist því hlutverki sínu að tryggja landinu öfluga bandamenn sem koma til aðstoðar þegar á reynir? Nú er horft til stjórnvalda í Kína, Indlandi og Rússlandi. Gott er að auka viðskipti við þessi ríki en sú spurning hlýtur að vakna hvort samskiptin við þau geti orðið kjölfestan í íslenskri utanríkisstefnu. Eru þetta okkar nýju bandalagsríki? Er raunhæft að þessi ríki verði okkar vinveittustu nágrannar á 21. öldinni? Eru þetta þau stjórnvöld sem við viljum tengjast tryggðaböndum?
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar