4.126 hjón hafa slitið samvistir Sunna Valgerðardóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. júní 2013 09:00 Breyting á hjúskaparstöðu forsetahjónanna er langt frá því að vera einsdæmi. Fréttablaðið/Pjetur Fjöldi hjóna sem slíta samvistir hefur aukist um 25 prósent frá árinu 2008. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands eru 4.126 gift hjón á Íslandi í dag sem ekki eru skráð í samvist, en þau voru 3.334 árið 2008. Á sama tíma hefur giftum hjónum fjölgað um 2,5 prósent. Samkvæmt íslenskum lögum verða gift hjón að eiga sama lögheimili. Ef annað flytur verður parið að slíta samvistir á pappírum. Búferlaflutningar landans erlendis og innanlands eftir efnahagshrunið hefur haft mikil áhrif á þessa þróun á hjúskaparstöðu meðal Íslendinga, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá.Tugmilljarða eignir Mikið hefur verið fjallað um lögheimilisflutninga Dorritar Moussaieff undanfarna daga. Eins og komið hefur fram færði Dorrit lögheimili sitt frá Bessastöðum til Bretlands í desember í fyrra. Dorrit sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins á laugardag þar sem fram kom að hún hefði ákveðið að flytja lögheimili sitt til Englands þegar horfur voru á að eiginmaður hennar yrði ekki lengur forseti. Hún hefði þá viljað geta sinnt störfum sínum í London frekar, einkum í ljósi þess að foreldrar hennar, sem stjórnað hafa fjölskyldufyrirtækinu, væru háaldraðir. Dorrit sagði við fréttastofu RÚV um helgina að lög í Bretlandi geri ráð fyrir að sá sem dvelji yfir 90 daga á ári þar í landi sé sjálfkrafa búsettur þar. Eignir Moussaieff-fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða króna, en forsetahjónin hafa þó ekki greitt neinn auðlegðarskatt hér á landi.Fasteign til umráða eitt atriði Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir ýmsar reglur liggja til grundvallar varðandi skattinnheimtu íslenskra ríkisborgara. Hann nefnir þar hina svokölluðu 183 daga reglu; sem er fjöldi dvalardaga á landinu. „Ef þú dvelur hér minna en 183 daga á ári þá kemur til greina að skattleggja þig annars staðar,“ segir hann. „Svo skiptir líka máli hvort viðkomandi njóti þjónustu hér og hvort hann sé í þannig stöðu hér á landi sem geri hann mjög tengdan landinu, hvort hann sitji í stjórnum fyrirtækja eða eitthvað slíkt. Umráð fasteigna á Íslandi spilar einnig þátt í þessu.“ Ólafur og Dorrit festu kaup á glæsilegu einbýlishúsi í Mosfellsbæ árið 2011, en Dorrit er þó ekki skráð fyrir húsnæðinu. Fyrirtækið Dorrit ehf. er undir hennar nafni og kennitölu en samkvæmt fyrirtækjaskrá fellur starfsemin undir smásölu á úrum og skartgripum í sérverslunum.Bendir á dóm Hæstaréttar Skúli vill ekki tjá sig um einstök mál en bendir á dóm Hæstaréttar síðan í desember síðastliðnum þar sem Jóni Ólafssyni athafnamanni var gert að flytja lögheimili sitt frá Bretlandi til Íslands á grundvelli skattalaga. Hæstiréttur dæmdi hann því til að vera skattlagðan hér á landi. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Jón hafi verið heimilisfastur og borið fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér á landi frá 1. september 1998 til 31. desember 2001. Hann krafðist þess að úrskurður ríkisskattstjóra frá árinu 2003 um að Jón hafi skattalegt heimilisfesti á Íslandi yrði ógiltur. Meðal ástæðna voru þær sem Skúli nefndi hér að ofan.Forsetahjónin ekki lengur samsköttuð Hjón sem hafa slitið samvistir fá ekki sameiginlegt skattframtal. Þau geta þó valið um að telja fram hvort í sínu lagi allt árið eða að telja sameiginlega fram til skilnaðardags en hvort í sínu lagi frá þeim degi til ársloka. Þetta kemur fram á heimasíðu ríkisskattstjóra. Dorrit og Ólafur eru því ekki lengur samsköttuð samkvæmt lögum, eins og þau voru þegar þau voru skráð sem hjón í samvistum. Í 37. grein í kafla um hjónaskilnaði í hjúskaparlögum segir að þegar hjón hafi slitið samvistir vegna ósamlyndis geti hvort þeirra krafist lögskilnaðar þegar samvistarslit hafi staðið í tvö ár hið skemmsta. Venjulegt ferli lögskilnaðar er þríþætt; slit á samvistum, skilnaður að borði og sæng og svo lögskilnaður.Lög um lögheimili verði endurskoðuð Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir tímabært að endurskoða lög um lögheimili. „Miðað við þessa frétt segir Þjóðskrá að þetta hafi verið gert í töluverðan tíma. Eitt af þeim mörgu verkefnum sem bíða þessarar ríkisstjórnar er að endurskoða þessi lög í samræmi við hvernig samfélagi við lifum í,“ segir hún. „Þetta fjallar ekki um Dorrit því við erum augljóslega með ákveðið trend í þessum efnum og því vil ég byggja undir fjölskylduna og hjónabandið til að hvetja fólk til að vera í því, ekki ganga úr því.“ Eygló mun leggja fram þingsályktunartillögu um fjölskyldustefnu í haust sem hún segir að muni vinna þvert út frá þeirri hugsun að gera samfélagið fjölskylduvænt. „Við eigum frekar að styðja við fjölskyldurnar en að hvetja þær til að slíta samvistum tímabundið.“ Eygló skrifaði grein á mánudag þar sem hún spyr meðal annars hvort fjölskyldur séu aðeins fjölskyldur ef þær séu með sameiginlegt heimili. „Það sem flækir þetta er að fjölmörg réttindi og skyldur eru tengd lögheimili líkt og komið hefur fram í umræðunni um forsetafrú okkar. Skoða þyrfti það samhliða breytingum á lögum um lögheimili,“ segir Eygló. „Kannski, eftir nokkur ár, munum við geta horft til baka og þakkað Dorrit og hennar háöldruðu foreldrum fyrir að opna umræðuna. […].“Slítur fjölskylduna í sundur Sólveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður þjóðskrársviðs Þjóðskrár, benti á í umfjöllun Fréttablaðsins um málefni Þjóðskrár í apríl síðastliðnum að fjölmörg dæmi væru um það að hjón þurfi að slíta samvistir einfaldlega vegna þess að annað flyst búferlum vegna vinnu, sérstaklega eftir efnahagshrunið. Búferlaflutningar til Noregs séu gott dæmi um það. „Tilvikin sem við sjáum hérna er að fólk er að slíta samvistir til að geta séð fjölskyldunni farborða, hvort sem það flyst út á land eða til útlanda til að stunda atvinnu,“ segir hún. „Þarna ætti löggjafinn að breyta einhverju. Ætti þetta að vera ófrávíkjanleg krafa frekar en að reyna að leysa málin öðruvísi en að slíta fjölskylduna í sundur?“ Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fjöldi hjóna sem slíta samvistir hefur aukist um 25 prósent frá árinu 2008. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands eru 4.126 gift hjón á Íslandi í dag sem ekki eru skráð í samvist, en þau voru 3.334 árið 2008. Á sama tíma hefur giftum hjónum fjölgað um 2,5 prósent. Samkvæmt íslenskum lögum verða gift hjón að eiga sama lögheimili. Ef annað flytur verður parið að slíta samvistir á pappírum. Búferlaflutningar landans erlendis og innanlands eftir efnahagshrunið hefur haft mikil áhrif á þessa þróun á hjúskaparstöðu meðal Íslendinga, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá.Tugmilljarða eignir Mikið hefur verið fjallað um lögheimilisflutninga Dorritar Moussaieff undanfarna daga. Eins og komið hefur fram færði Dorrit lögheimili sitt frá Bessastöðum til Bretlands í desember í fyrra. Dorrit sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins á laugardag þar sem fram kom að hún hefði ákveðið að flytja lögheimili sitt til Englands þegar horfur voru á að eiginmaður hennar yrði ekki lengur forseti. Hún hefði þá viljað geta sinnt störfum sínum í London frekar, einkum í ljósi þess að foreldrar hennar, sem stjórnað hafa fjölskyldufyrirtækinu, væru háaldraðir. Dorrit sagði við fréttastofu RÚV um helgina að lög í Bretlandi geri ráð fyrir að sá sem dvelji yfir 90 daga á ári þar í landi sé sjálfkrafa búsettur þar. Eignir Moussaieff-fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða króna, en forsetahjónin hafa þó ekki greitt neinn auðlegðarskatt hér á landi.Fasteign til umráða eitt atriði Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir ýmsar reglur liggja til grundvallar varðandi skattinnheimtu íslenskra ríkisborgara. Hann nefnir þar hina svokölluðu 183 daga reglu; sem er fjöldi dvalardaga á landinu. „Ef þú dvelur hér minna en 183 daga á ári þá kemur til greina að skattleggja þig annars staðar,“ segir hann. „Svo skiptir líka máli hvort viðkomandi njóti þjónustu hér og hvort hann sé í þannig stöðu hér á landi sem geri hann mjög tengdan landinu, hvort hann sitji í stjórnum fyrirtækja eða eitthvað slíkt. Umráð fasteigna á Íslandi spilar einnig þátt í þessu.“ Ólafur og Dorrit festu kaup á glæsilegu einbýlishúsi í Mosfellsbæ árið 2011, en Dorrit er þó ekki skráð fyrir húsnæðinu. Fyrirtækið Dorrit ehf. er undir hennar nafni og kennitölu en samkvæmt fyrirtækjaskrá fellur starfsemin undir smásölu á úrum og skartgripum í sérverslunum.Bendir á dóm Hæstaréttar Skúli vill ekki tjá sig um einstök mál en bendir á dóm Hæstaréttar síðan í desember síðastliðnum þar sem Jóni Ólafssyni athafnamanni var gert að flytja lögheimili sitt frá Bretlandi til Íslands á grundvelli skattalaga. Hæstiréttur dæmdi hann því til að vera skattlagðan hér á landi. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Jón hafi verið heimilisfastur og borið fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér á landi frá 1. september 1998 til 31. desember 2001. Hann krafðist þess að úrskurður ríkisskattstjóra frá árinu 2003 um að Jón hafi skattalegt heimilisfesti á Íslandi yrði ógiltur. Meðal ástæðna voru þær sem Skúli nefndi hér að ofan.Forsetahjónin ekki lengur samsköttuð Hjón sem hafa slitið samvistir fá ekki sameiginlegt skattframtal. Þau geta þó valið um að telja fram hvort í sínu lagi allt árið eða að telja sameiginlega fram til skilnaðardags en hvort í sínu lagi frá þeim degi til ársloka. Þetta kemur fram á heimasíðu ríkisskattstjóra. Dorrit og Ólafur eru því ekki lengur samsköttuð samkvæmt lögum, eins og þau voru þegar þau voru skráð sem hjón í samvistum. Í 37. grein í kafla um hjónaskilnaði í hjúskaparlögum segir að þegar hjón hafi slitið samvistir vegna ósamlyndis geti hvort þeirra krafist lögskilnaðar þegar samvistarslit hafi staðið í tvö ár hið skemmsta. Venjulegt ferli lögskilnaðar er þríþætt; slit á samvistum, skilnaður að borði og sæng og svo lögskilnaður.Lög um lögheimili verði endurskoðuð Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir tímabært að endurskoða lög um lögheimili. „Miðað við þessa frétt segir Þjóðskrá að þetta hafi verið gert í töluverðan tíma. Eitt af þeim mörgu verkefnum sem bíða þessarar ríkisstjórnar er að endurskoða þessi lög í samræmi við hvernig samfélagi við lifum í,“ segir hún. „Þetta fjallar ekki um Dorrit því við erum augljóslega með ákveðið trend í þessum efnum og því vil ég byggja undir fjölskylduna og hjónabandið til að hvetja fólk til að vera í því, ekki ganga úr því.“ Eygló mun leggja fram þingsályktunartillögu um fjölskyldustefnu í haust sem hún segir að muni vinna þvert út frá þeirri hugsun að gera samfélagið fjölskylduvænt. „Við eigum frekar að styðja við fjölskyldurnar en að hvetja þær til að slíta samvistum tímabundið.“ Eygló skrifaði grein á mánudag þar sem hún spyr meðal annars hvort fjölskyldur séu aðeins fjölskyldur ef þær séu með sameiginlegt heimili. „Það sem flækir þetta er að fjölmörg réttindi og skyldur eru tengd lögheimili líkt og komið hefur fram í umræðunni um forsetafrú okkar. Skoða þyrfti það samhliða breytingum á lögum um lögheimili,“ segir Eygló. „Kannski, eftir nokkur ár, munum við geta horft til baka og þakkað Dorrit og hennar háöldruðu foreldrum fyrir að opna umræðuna. […].“Slítur fjölskylduna í sundur Sólveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður þjóðskrársviðs Þjóðskrár, benti á í umfjöllun Fréttablaðsins um málefni Þjóðskrár í apríl síðastliðnum að fjölmörg dæmi væru um það að hjón þurfi að slíta samvistir einfaldlega vegna þess að annað flyst búferlum vegna vinnu, sérstaklega eftir efnahagshrunið. Búferlaflutningar til Noregs séu gott dæmi um það. „Tilvikin sem við sjáum hérna er að fólk er að slíta samvistir til að geta séð fjölskyldunni farborða, hvort sem það flyst út á land eða til útlanda til að stunda atvinnu,“ segir hún. „Þarna ætti löggjafinn að breyta einhverju. Ætti þetta að vera ófrávíkjanleg krafa frekar en að reyna að leysa málin öðruvísi en að slíta fjölskylduna í sundur?“
Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent