Forgangsröðun í utanríkismálum Baldur Þórhallsson skrifar 24. júní 2013 08:30 Tvær áleitnar spurningar vakna þegar utanríkisstefna nýrrar ríkisstjórnar er metin. Hver er forgangsröðunin? Hver mótar stefnuna? Mest áhersla er lögð á þátttöku í málefnum norðurslóða í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar ef undan er skilið það hlé sem gert er á aðildarviðræðunum við ESB. Þar fyrir utan er lögð áhersla á að kanna möguleika á auknum útflutningi til fjarlægra heimshluta, styrkja tengsl við þessi svæði og gera fleiri fríverslunarsamninga. Það er orðum aukið að Ísland geti orðið leiðandi afl á norðurslóðum og ekki er fyrirsjáanlegt að útflutningur færist frá mörkuðum Evrópu til Asíu á næstu áratugum, hvað þá á þessu kjörtímabili. Í dag fara yfir 80 prósent vöruútflutnings til ríkja á innri markaði ESB. Það vekur því sérstaka athygli að ekki er minnst einu orði á mikilvægi þess markaðar og þeirra tækifæra sem þar er að finna. En þekkt er að hagkvæmast er fyrir fyrirtæki í litlum ríkjum að sérhæfa sig í útflutningi til þekktra markaðssvæða þar sem þau hafa þegar starfsemi. Þess er einnig saknað í stefnuyfirlýsingunni að ekki er kveðið einu orði á um það hvernig auka megi áhrif okkar innan EES og Schengen. Við munum því að óbreyttu halda áfram að taka gagnrýnislaust upp reglur ESB. Seinni spurningin lýtur að því hvort ríkisstjórnin sé þegar orðin stefnulaust rekald í höndunum á forseta Íslands. Þá ályktun er ekki hægt að draga. Það er hins vegar augljós samhljómur með utanríkisstefnu stjórnarinnar og þeirri utanríkisstefnu sem forsetinn hefur rekið um nokkurt skeið. Það er líklega kostur, að minnsta kosti fyrir erlenda aðila, að nú tala ríkisstjórnin og forsetinn einum rómi. Stefnuyfirlýsingin í utanríkismálum er nokkuð almennt orðuð. Það má gagnrýna en á sama tíma gefur það nýjum utanríkisráðherra tækifæri til eigin forgangsröðunar. Forgangsröðun er einkar mikilvæg fyrir lítil ríki sem hafa úr minna að moða en stór ríki. Það verður fróðlegt að sjá hvaða braut utanríkisráðherrann mun feta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Tvær áleitnar spurningar vakna þegar utanríkisstefna nýrrar ríkisstjórnar er metin. Hver er forgangsröðunin? Hver mótar stefnuna? Mest áhersla er lögð á þátttöku í málefnum norðurslóða í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar ef undan er skilið það hlé sem gert er á aðildarviðræðunum við ESB. Þar fyrir utan er lögð áhersla á að kanna möguleika á auknum útflutningi til fjarlægra heimshluta, styrkja tengsl við þessi svæði og gera fleiri fríverslunarsamninga. Það er orðum aukið að Ísland geti orðið leiðandi afl á norðurslóðum og ekki er fyrirsjáanlegt að útflutningur færist frá mörkuðum Evrópu til Asíu á næstu áratugum, hvað þá á þessu kjörtímabili. Í dag fara yfir 80 prósent vöruútflutnings til ríkja á innri markaði ESB. Það vekur því sérstaka athygli að ekki er minnst einu orði á mikilvægi þess markaðar og þeirra tækifæra sem þar er að finna. En þekkt er að hagkvæmast er fyrir fyrirtæki í litlum ríkjum að sérhæfa sig í útflutningi til þekktra markaðssvæða þar sem þau hafa þegar starfsemi. Þess er einnig saknað í stefnuyfirlýsingunni að ekki er kveðið einu orði á um það hvernig auka megi áhrif okkar innan EES og Schengen. Við munum því að óbreyttu halda áfram að taka gagnrýnislaust upp reglur ESB. Seinni spurningin lýtur að því hvort ríkisstjórnin sé þegar orðin stefnulaust rekald í höndunum á forseta Íslands. Þá ályktun er ekki hægt að draga. Það er hins vegar augljós samhljómur með utanríkisstefnu stjórnarinnar og þeirri utanríkisstefnu sem forsetinn hefur rekið um nokkurt skeið. Það er líklega kostur, að minnsta kosti fyrir erlenda aðila, að nú tala ríkisstjórnin og forsetinn einum rómi. Stefnuyfirlýsingin í utanríkismálum er nokkuð almennt orðuð. Það má gagnrýna en á sama tíma gefur það nýjum utanríkisráðherra tækifæri til eigin forgangsröðunar. Forgangsröðun er einkar mikilvæg fyrir lítil ríki sem hafa úr minna að moða en stór ríki. Það verður fróðlegt að sjá hvaða braut utanríkisráðherrann mun feta.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun