Forgangsröðun í utanríkismálum Baldur Þórhallsson skrifar 24. júní 2013 08:30 Tvær áleitnar spurningar vakna þegar utanríkisstefna nýrrar ríkisstjórnar er metin. Hver er forgangsröðunin? Hver mótar stefnuna? Mest áhersla er lögð á þátttöku í málefnum norðurslóða í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar ef undan er skilið það hlé sem gert er á aðildarviðræðunum við ESB. Þar fyrir utan er lögð áhersla á að kanna möguleika á auknum útflutningi til fjarlægra heimshluta, styrkja tengsl við þessi svæði og gera fleiri fríverslunarsamninga. Það er orðum aukið að Ísland geti orðið leiðandi afl á norðurslóðum og ekki er fyrirsjáanlegt að útflutningur færist frá mörkuðum Evrópu til Asíu á næstu áratugum, hvað þá á þessu kjörtímabili. Í dag fara yfir 80 prósent vöruútflutnings til ríkja á innri markaði ESB. Það vekur því sérstaka athygli að ekki er minnst einu orði á mikilvægi þess markaðar og þeirra tækifæra sem þar er að finna. En þekkt er að hagkvæmast er fyrir fyrirtæki í litlum ríkjum að sérhæfa sig í útflutningi til þekktra markaðssvæða þar sem þau hafa þegar starfsemi. Þess er einnig saknað í stefnuyfirlýsingunni að ekki er kveðið einu orði á um það hvernig auka megi áhrif okkar innan EES og Schengen. Við munum því að óbreyttu halda áfram að taka gagnrýnislaust upp reglur ESB. Seinni spurningin lýtur að því hvort ríkisstjórnin sé þegar orðin stefnulaust rekald í höndunum á forseta Íslands. Þá ályktun er ekki hægt að draga. Það er hins vegar augljós samhljómur með utanríkisstefnu stjórnarinnar og þeirri utanríkisstefnu sem forsetinn hefur rekið um nokkurt skeið. Það er líklega kostur, að minnsta kosti fyrir erlenda aðila, að nú tala ríkisstjórnin og forsetinn einum rómi. Stefnuyfirlýsingin í utanríkismálum er nokkuð almennt orðuð. Það má gagnrýna en á sama tíma gefur það nýjum utanríkisráðherra tækifæri til eigin forgangsröðunar. Forgangsröðun er einkar mikilvæg fyrir lítil ríki sem hafa úr minna að moða en stór ríki. Það verður fróðlegt að sjá hvaða braut utanríkisráðherrann mun feta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Tvær áleitnar spurningar vakna þegar utanríkisstefna nýrrar ríkisstjórnar er metin. Hver er forgangsröðunin? Hver mótar stefnuna? Mest áhersla er lögð á þátttöku í málefnum norðurslóða í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar ef undan er skilið það hlé sem gert er á aðildarviðræðunum við ESB. Þar fyrir utan er lögð áhersla á að kanna möguleika á auknum útflutningi til fjarlægra heimshluta, styrkja tengsl við þessi svæði og gera fleiri fríverslunarsamninga. Það er orðum aukið að Ísland geti orðið leiðandi afl á norðurslóðum og ekki er fyrirsjáanlegt að útflutningur færist frá mörkuðum Evrópu til Asíu á næstu áratugum, hvað þá á þessu kjörtímabili. Í dag fara yfir 80 prósent vöruútflutnings til ríkja á innri markaði ESB. Það vekur því sérstaka athygli að ekki er minnst einu orði á mikilvægi þess markaðar og þeirra tækifæra sem þar er að finna. En þekkt er að hagkvæmast er fyrir fyrirtæki í litlum ríkjum að sérhæfa sig í útflutningi til þekktra markaðssvæða þar sem þau hafa þegar starfsemi. Þess er einnig saknað í stefnuyfirlýsingunni að ekki er kveðið einu orði á um það hvernig auka megi áhrif okkar innan EES og Schengen. Við munum því að óbreyttu halda áfram að taka gagnrýnislaust upp reglur ESB. Seinni spurningin lýtur að því hvort ríkisstjórnin sé þegar orðin stefnulaust rekald í höndunum á forseta Íslands. Þá ályktun er ekki hægt að draga. Það er hins vegar augljós samhljómur með utanríkisstefnu stjórnarinnar og þeirri utanríkisstefnu sem forsetinn hefur rekið um nokkurt skeið. Það er líklega kostur, að minnsta kosti fyrir erlenda aðila, að nú tala ríkisstjórnin og forsetinn einum rómi. Stefnuyfirlýsingin í utanríkismálum er nokkuð almennt orðuð. Það má gagnrýna en á sama tíma gefur það nýjum utanríkisráðherra tækifæri til eigin forgangsröðunar. Forgangsröðun er einkar mikilvæg fyrir lítil ríki sem hafa úr minna að moða en stór ríki. Það verður fróðlegt að sjá hvaða braut utanríkisráðherrann mun feta.
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun