Anna Claessen lifir drauminn í Hollywood Hanna Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2013 08:00 Anna Claessen ásamt eiginmanni sínum Dan Zerin. Saman mynda þau hljómsveitina Anna and the Bells. Söngkonan Anna Claessen ákvað að fylgja draumum sínum fyrir tveimur árum síðan og fluttist til Hollywood. Þar stundaði hún nám í tónsmíðum og söng við Musicians Institute. Á meðan á náminu stóð kynntist hún eiginmanni sínum, gítarleikaranum Dan Zerin, en þau giftu sig í mars síðastliðnum. Parið kynntist í röð fyrir utan tökuver The Jimmy Kimmel Show, en svo skemmtilega vildi til að Zerin var nemandi í sama skóla og Anna. Anna og eiginmaður hennar búa nú saman í Hollywood og hafa stofnað hljómsveitina Anna and the Bells. „Við stofnuðum hljómsveitina á síðasta ári og höfum síðan þá spilað í House of Blues í West Hollywood og í skólanum okkar. Hann semur tónlistina og ég sem textana. Við spilum sálarrokk, blöndu af motown og 70"s rokki. Við förum í raun í gegnum alla rokksöguna í lögunum okkar,“ segir Anna. Þessa dagana standa þau fyrir fjáröflun þar sem þau hafa í hyggju að gefa út sína fyrstu breiðskífu sem og tónlistarmyndband. „Okkur langar að gefa út metnaðarfulla plötu í fullri lengd og vandað myndband sem hægt er að sýna í sjónvarpi. Á meðan við vorum í námi fengum við oft vini og kunningja til að hjálpa okkur og fórum ódýrari leiðir. Núna erum við fagfólk og viljum leggja meiri metnað í hlutina.“Hér má sjá mann klæðast jakkanáttfötunum umræddu.Anna segir að allir þeir sem leggi hljómsveitinni lið fái eitthvað í staðinn, en það fari eftir upphæðinni hvað það er. Til að mynda fái þeir sem styrkja hljómsveitina um 10 dollara áritað póstkort frá hljómsveitinni en þeir sem leggja fram 150 dollara fá að koma fram sem aukaleikarar í væntanlegu tónlistarmyndbandi með hljómsveitinni. „Við lögðum mikið á okkur að hafa flottar vörur handa fólki sem leggur okkur lið,“ segir Anna að lokum. Hægt er að styrkja Anna and the Bells með því að smella hér.Klæðist suitjamas á tónleikumAð sögn Önnu klæðist eiginmaður hennar jakkafötum sem kallast suitjamas þegar hljómsveitin kemur fram á tónleikum. Jakkafötin urðu þekkt eftir að Barney Stinson, sem Neil Patrick Harris leikur í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother, klæddist þeim í einum þáttanna. „Dan klæðist suitjamas á öllum okkar tónleikum. Núna er hann víst á „Celebrity Wall“ hjá fyrirtækinu og hangir við hliðina á engum öðrum en Barney sjálfum. Svo Íslendingar geta stutt gott málefni og verið legen... wait for it.. DARY,“ segir Anna. Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Söngkonan Anna Claessen ákvað að fylgja draumum sínum fyrir tveimur árum síðan og fluttist til Hollywood. Þar stundaði hún nám í tónsmíðum og söng við Musicians Institute. Á meðan á náminu stóð kynntist hún eiginmanni sínum, gítarleikaranum Dan Zerin, en þau giftu sig í mars síðastliðnum. Parið kynntist í röð fyrir utan tökuver The Jimmy Kimmel Show, en svo skemmtilega vildi til að Zerin var nemandi í sama skóla og Anna. Anna og eiginmaður hennar búa nú saman í Hollywood og hafa stofnað hljómsveitina Anna and the Bells. „Við stofnuðum hljómsveitina á síðasta ári og höfum síðan þá spilað í House of Blues í West Hollywood og í skólanum okkar. Hann semur tónlistina og ég sem textana. Við spilum sálarrokk, blöndu af motown og 70"s rokki. Við förum í raun í gegnum alla rokksöguna í lögunum okkar,“ segir Anna. Þessa dagana standa þau fyrir fjáröflun þar sem þau hafa í hyggju að gefa út sína fyrstu breiðskífu sem og tónlistarmyndband. „Okkur langar að gefa út metnaðarfulla plötu í fullri lengd og vandað myndband sem hægt er að sýna í sjónvarpi. Á meðan við vorum í námi fengum við oft vini og kunningja til að hjálpa okkur og fórum ódýrari leiðir. Núna erum við fagfólk og viljum leggja meiri metnað í hlutina.“Hér má sjá mann klæðast jakkanáttfötunum umræddu.Anna segir að allir þeir sem leggi hljómsveitinni lið fái eitthvað í staðinn, en það fari eftir upphæðinni hvað það er. Til að mynda fái þeir sem styrkja hljómsveitina um 10 dollara áritað póstkort frá hljómsveitinni en þeir sem leggja fram 150 dollara fá að koma fram sem aukaleikarar í væntanlegu tónlistarmyndbandi með hljómsveitinni. „Við lögðum mikið á okkur að hafa flottar vörur handa fólki sem leggur okkur lið,“ segir Anna að lokum. Hægt er að styrkja Anna and the Bells með því að smella hér.Klæðist suitjamas á tónleikumAð sögn Önnu klæðist eiginmaður hennar jakkafötum sem kallast suitjamas þegar hljómsveitin kemur fram á tónleikum. Jakkafötin urðu þekkt eftir að Barney Stinson, sem Neil Patrick Harris leikur í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother, klæddist þeim í einum þáttanna. „Dan klæðist suitjamas á öllum okkar tónleikum. Núna er hann víst á „Celebrity Wall“ hjá fyrirtækinu og hangir við hliðina á engum öðrum en Barney sjálfum. Svo Íslendingar geta stutt gott málefni og verið legen... wait for it.. DARY,“ segir Anna.
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira