Tónlist

Rapparar takast á í dómssal

Will.i.am hefur lagt fram kæru á hendur Pharrell Williams.
Will.i.am hefur lagt fram kæru á hendur Pharrell Williams. Nordicphotos/getty
Rapparinn Will.i.am hefur lagt fram kæru á hendur tónlistarmanninum Pharrell Williams. Sá fyrrnefndi kveðst eiga einkarétt á setningunni „I am“ og segir Williams hafa gerst sekan um brot er hann nefndi fatalínu sína i am Other. Tónlistartímaritið Rolling Stone sagði frá málinu.

Samkvæmt talsmanni Will.i.am eru líkindin við I AM vörummerki Will.i.am of mikil og gæti það skapað rugling. Williams er þó ósammála þessu. „Ég er vonsvikinn yfir því að Will, tónlistarmaður eins og ég, hafi kært málið. Ég vil miklu heldur ræða málin og reyndi að bera þetta upp við hann nokkrum sinnum. Þessi kæra kom mér í opna skjöldu og ég er sannfærður um að dómstólum þyki krafa hans jafn tilhæfulaus og kjánaleg og mér,“ sagði Williams í viðtali við Rolling Stone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.