Tónlist

Jay-Z notar textabrot úr lögum R.E.M. og Nirvana

Jay-Z ætlar að nota textabrot úr lagi R.E.M., Losing My Religion, á væntanlegri plötu sinni Magna Carta Holy Grail. Textinn verður notaður í laginu Heaven en Losing My Relegion kom út árið 1991.

Stutt er síðan greint var frá því að rapparinn ætlaði að nota textabrot úr öðru lagi frá 1991, Smells Like Teen Spirit með Nirvana, á plötunni. Það verður í laginu Holy Grail, sem hann gerði í samstarfi við Justin Timberlake.

Courtney Love, ekkja söngvarans Kurts Cobain, gaf Jay-Z leyfi til þess.

Magna Carta Holy Grail kemur út 7. júlí. Fjöldi þekktra tónlistarmanna og upptökustjóra hafa verið Jay-Z innan handar við gerð hennar, þeirra á meðal Kanye West, Rick Rubin, Swizz Beatz, Pharrell Williams og Timbaland.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndband frá Jay-Z um gerð plötunnar og hér fyrir neðan má heyra R.E.M. taka Losing My Religion á MTV Unplugged-tónleikum árið 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.