141. mánuður loftárása Stefán Pálsson skrifar 27. júní 2013 06:00 Forsætisráðherra Íslands skrifar grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 25. júní með yfirskriftinni „Fyrsti mánuður loftárása“. Þar kvartar hann undan skömmum sem stjórnarandstæðingar hafa látið dynja á honum fyrstu vikurnar í embætti. Gagnrýninni líkir ráðherrann við loftárásir, þar sem andstæðingarnir láti sprengjum rigna úr lofti. Líkingamál forsætisráðherra skapar hugrenningatengsl við aðrar loftárásir og öllu áþreifanlegri. Í Afganistan hafa Nató-þjóðir látið sprengjum rigna úr háloftunum, ekki í einn mánuð heldur hundrað fjörutíu og einn. Stríðið endalausa í einu fátækasta landi jarðar hefur nú staðið lengur en heimsstyrjaldirnar tvær samanlagt. Flestir hafa gleymt hinum upprunalega tilgangi þessa stríðs, enda hafa vestrænir ráðamenn ítrekað endurskilgreint markmiðin eftir því sem átökin hafa dregist á langinn. Í hverri viku berast fregnir af hörmulegum afleiðingum hernaðarins, þar sem fjarstýrðum árásarvélum er beitt til að tryggja að sem fæstir Nató-hermenn falli. Minna fer fyrir slíkri umhyggju fyrir lífi og limum afganskra borgara. Íslensk stjórnvöld hafa lítt skipt sér af þessu stríði, sem þó er háð í okkar nafni og með okkar stuðningi. Ólíklegt má teljast að það breytist með nýjum utanríkisráðherra, sem segist vilja taka virkari þátt í starfsemi og umsvifum Nató. En hver veit nema nýtilkomin andúð framsóknarmanna á loftárásum muni koma fram í utanríkisstefnunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands skrifar grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 25. júní með yfirskriftinni „Fyrsti mánuður loftárása“. Þar kvartar hann undan skömmum sem stjórnarandstæðingar hafa látið dynja á honum fyrstu vikurnar í embætti. Gagnrýninni líkir ráðherrann við loftárásir, þar sem andstæðingarnir láti sprengjum rigna úr lofti. Líkingamál forsætisráðherra skapar hugrenningatengsl við aðrar loftárásir og öllu áþreifanlegri. Í Afganistan hafa Nató-þjóðir látið sprengjum rigna úr háloftunum, ekki í einn mánuð heldur hundrað fjörutíu og einn. Stríðið endalausa í einu fátækasta landi jarðar hefur nú staðið lengur en heimsstyrjaldirnar tvær samanlagt. Flestir hafa gleymt hinum upprunalega tilgangi þessa stríðs, enda hafa vestrænir ráðamenn ítrekað endurskilgreint markmiðin eftir því sem átökin hafa dregist á langinn. Í hverri viku berast fregnir af hörmulegum afleiðingum hernaðarins, þar sem fjarstýrðum árásarvélum er beitt til að tryggja að sem fæstir Nató-hermenn falli. Minna fer fyrir slíkri umhyggju fyrir lífi og limum afganskra borgara. Íslensk stjórnvöld hafa lítt skipt sér af þessu stríði, sem þó er háð í okkar nafni og með okkar stuðningi. Ólíklegt má teljast að það breytist með nýjum utanríkisráðherra, sem segist vilja taka virkari þátt í starfsemi og umsvifum Nató. En hver veit nema nýtilkomin andúð framsóknarmanna á loftárásum muni koma fram í utanríkisstefnunni?
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar