Lífið

Hefur átt yfir tuttugu Willys-jeppa

Freyr Bjarnason skrifar
Sjóntækjafræðingurinn Davíð Sigurðsson hjá Willys-jeppunum sínum.
Sjóntækjafræðingurinn Davíð Sigurðsson hjá Willys-jeppunum sínum. fréttablaðið/anton
Sjóntækjafræðingurinn Davíð Sigurðsson er mikill áhugamaður um Willys-jeppa og hefur átt yfir tuttugu slíka á ævinni.

„Frá því að maður var peyi hafði maður ægilega gaman af svona jeppum. Ég komst í kynni við gamlan Willys-jeppa hjá frænda mínum þegar ég var tíu til tólf ára og eftir það komst ekkert annað að hjá mér en að eignast svona jeppa,“ segir Davíð, spurður út í þetta áhugamál sitt.

Hinn 48 ára Davíð, sem rekur verslunina Optic Reykjavík, keypti sinn fyrsta Willys-jeppa þegar hann var sextán ára. Hann var 1974-árgerð af tegundinni CJ5. Davíð setti 35 tommu dekk undir bílinn, sem þóttu ægilega stór á þeim tíma, tók þátt í torfærukeppnum og lék sér mest á honum í kringum syðra Fjallabak en Davíð ólst upp að hluta til á Hellu.

Síðan þá hefur hann verið duglegur að kaupa sér Willys og núna á hann tvo, einn fyrir veturinn og annan fyrir sumarið. Sá fyrrnefndi er átta sýlindra, á 38 tommu dekkjum og með 420 hestafla vél.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.