Mega ekki ættleiða frá upprunalöndum Sunna Valgerðardóttir skrifar 28. júní 2013 08:00 Ekkert af samstarfslöndum Íslenskrar ættleiðingar leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Mynd/Nordicphotos/Getty Ekkert land í heiminum sem leyfir ættleiðingar til annarra landa leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Nokkur samkynhneigð hjón hafa leitað til Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) í von um að getað ættleitt barn frá útlöndum, en er alltaf vísað frá. Ein hjón hafa þó fengið forsamþykki en umsóknin var þó aldrei send út á grundvelli erlendra laga. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri ÍÆ, segir félagið enn ekki hafa fundið neitt land í heiminum sem leyfi alþjóðlegar ættleiðingar barna til samkynhneigðra, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Það er einfaldlega þannig að það er ekkert verið að ættleiða frá þeim löndum sem heimila slíkar ættleiðingar, eins og til dæmis Íslandi, Svíþjóð eða Danmörku,“ segir hann. Ættleiðingarferlið hér á landi er tvískipt. Fyrst fara hjón eftir íslenskum reglum til að fá forsamþykki og til þess verða þau að uppfylla innlendar kröfur sem gerðar eru til kjörforeldra. „Svo erum við með samstarfslönd sem eru með sínar reglur og umsækjendur verða að uppfylla þær kröfur sem landið gerir. Og við þekkjum ekkert land í heiminum sem heimilar alþjóðlegar ættleiðingar samkynhneigðra,“ segir Kristinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrsta ættleiðing samkynhneigðra hjóna hér á landi hafi gengið í gegn nýverið. Lög sem heimila samkynhneigðum að ættleiða hafa þó verið gild síðan árið 2006.Brýnt að ýta við utanríkisráðuneytinu Sérstakur starfshópur um ættleiðingar starfar innan Samtakanna ‘78 og hefur hópurinn meðal annars unnið náið með Íslenskri ættleiðingu. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að verið sé að setja þrýsting á utanríkisráðuneytið til að búa til samninga við þau lönd sem séu ekki alfarið á móti ættleiðingum samkynhneigðra og hafa verið að leyfa slíkar ættleiðingar innanlands. „Þetta verður eitt af verkefnum haustsins að sannfæra ráðuneytið um að fara í þessa vinnu, koma þessum málaflokki í lag og vinna af krafti í samningagerðum í samstarfi við Íslenska ættleiðingu,“ segir hann. „Það eru lönd sem hafa verið að ættleiða innanlands til hinsegin para á síðustu árum svo skrefið yrði ekkert langt.“ Árni finnur fyrir miklum vilja innan Samtakanna til að ýta við málaflokknum, sem endurspeglist meðal annars í þessum starfshópi sem einbeiti sér einungis að ættleiðingum. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Ekkert land í heiminum sem leyfir ættleiðingar til annarra landa leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Nokkur samkynhneigð hjón hafa leitað til Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) í von um að getað ættleitt barn frá útlöndum, en er alltaf vísað frá. Ein hjón hafa þó fengið forsamþykki en umsóknin var þó aldrei send út á grundvelli erlendra laga. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri ÍÆ, segir félagið enn ekki hafa fundið neitt land í heiminum sem leyfi alþjóðlegar ættleiðingar barna til samkynhneigðra, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Það er einfaldlega þannig að það er ekkert verið að ættleiða frá þeim löndum sem heimila slíkar ættleiðingar, eins og til dæmis Íslandi, Svíþjóð eða Danmörku,“ segir hann. Ættleiðingarferlið hér á landi er tvískipt. Fyrst fara hjón eftir íslenskum reglum til að fá forsamþykki og til þess verða þau að uppfylla innlendar kröfur sem gerðar eru til kjörforeldra. „Svo erum við með samstarfslönd sem eru með sínar reglur og umsækjendur verða að uppfylla þær kröfur sem landið gerir. Og við þekkjum ekkert land í heiminum sem heimilar alþjóðlegar ættleiðingar samkynhneigðra,“ segir Kristinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrsta ættleiðing samkynhneigðra hjóna hér á landi hafi gengið í gegn nýverið. Lög sem heimila samkynhneigðum að ættleiða hafa þó verið gild síðan árið 2006.Brýnt að ýta við utanríkisráðuneytinu Sérstakur starfshópur um ættleiðingar starfar innan Samtakanna ‘78 og hefur hópurinn meðal annars unnið náið með Íslenskri ættleiðingu. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að verið sé að setja þrýsting á utanríkisráðuneytið til að búa til samninga við þau lönd sem séu ekki alfarið á móti ættleiðingum samkynhneigðra og hafa verið að leyfa slíkar ættleiðingar innanlands. „Þetta verður eitt af verkefnum haustsins að sannfæra ráðuneytið um að fara í þessa vinnu, koma þessum málaflokki í lag og vinna af krafti í samningagerðum í samstarfi við Íslenska ættleiðingu,“ segir hann. „Það eru lönd sem hafa verið að ættleiða innanlands til hinsegin para á síðustu árum svo skrefið yrði ekkert langt.“ Árni finnur fyrir miklum vilja innan Samtakanna til að ýta við málaflokknum, sem endurspeglist meðal annars í þessum starfshópi sem einbeiti sér einungis að ættleiðingum.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira