Sjálfstæðismönnum má treysta Benedikt Jóhannesson skrifar 28. júní 2013 06:00 Mér er minnisstætt þegar ég heyrði konu af vinstri kantinum segja frá fyrstu samskiptum sínum við bankakerfið fyrir áratugum. Hún þurfti að selja víxil eins og ungt fólk gerði á þeim tíma til þess að kaupa bíl eða eldhúsinnréttingu. Faðir hennar var landsþekktur vinstri maður, kommi jafnvel meðan leyft var að kalla menn það. Til hans leitaði unga stúlkan til þess að fá ráð um hvernig best væri að haga sér í samskiptum við bankana. Þá þurfti fólk sem vantaði smávægilega fyrirgreiðslu að sitja í biðsölum bankastjóranna, sem oft voru þrír, sinn úr hverjum stjórnmálaflokknum. Ráð gamla kommans voru þessi: „Fáðu alltaf að tala við sjálfstæðisbankastjórann. Það er hægt að treysta því sem hann segir. Hinir segja þér bara það sem þú vilt heyra og standa ekki við neitt.“ Þessum ráðum fylgdi róttæka unga konan með góðum árangri. Fyrir síðustu kosningar gáfu formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins skýr loforð um að atkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Eftir að sjálfseyðingaröfl náðu undirtökunum á Landsfundi Sjálfstæðiflokksins í febrúar var fylgið komið niður í 18% og nauðsynlegt að taka í taumana. Formanninum tókst að snúa dæminu við, þó að kosningaúrslitin hafi vissulega verið mun lakari en í stefndi fyrir Landsfundinn. Ekki er að efa að þessi ótvíræðu loforð áttu þátt í því að bjarga því sem bjargað varð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið á móti slíkri atkvæðagreiðslu. Í kosningum vorið 2009 sáu þeir sér akk í því að setja Evrópumálin á oddinn sem flokksmál og unnu stórsigur. Enginn vafi er á því að hefði Evrópusambandsumsókn verið lögð fyrir þjóðina og samþykkt í þeim kosningum hefði málið ekki lent í því öngstræti sem raun ber vitni. Nú í vor var aftur tækifæri til þess að setja áframhald umsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur flæktist Samfylkingin fyrir. Hinir sjálfhverfu forystumenn héldu að þeir græddu á því að aðrir flokkar væru neikvæðir í garð aðildar. Þeir settu flokkinn ofar málefninu. Allir vita hvernig fór. Kjósendur treystu ekki Samfylkingunni, þó svo að meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka viðræðunum. Í kosningabaráttunni gaf Bjarni Benediktsson loforð um að þjóðin kysi um framhald viðræðna við Evrópusambandið á fyrri helmingi kjörtímabilsins. Hann efnir loforðið vegna þess að sjálfstæðismönnum má treysta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mér er minnisstætt þegar ég heyrði konu af vinstri kantinum segja frá fyrstu samskiptum sínum við bankakerfið fyrir áratugum. Hún þurfti að selja víxil eins og ungt fólk gerði á þeim tíma til þess að kaupa bíl eða eldhúsinnréttingu. Faðir hennar var landsþekktur vinstri maður, kommi jafnvel meðan leyft var að kalla menn það. Til hans leitaði unga stúlkan til þess að fá ráð um hvernig best væri að haga sér í samskiptum við bankana. Þá þurfti fólk sem vantaði smávægilega fyrirgreiðslu að sitja í biðsölum bankastjóranna, sem oft voru þrír, sinn úr hverjum stjórnmálaflokknum. Ráð gamla kommans voru þessi: „Fáðu alltaf að tala við sjálfstæðisbankastjórann. Það er hægt að treysta því sem hann segir. Hinir segja þér bara það sem þú vilt heyra og standa ekki við neitt.“ Þessum ráðum fylgdi róttæka unga konan með góðum árangri. Fyrir síðustu kosningar gáfu formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins skýr loforð um að atkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Eftir að sjálfseyðingaröfl náðu undirtökunum á Landsfundi Sjálfstæðiflokksins í febrúar var fylgið komið niður í 18% og nauðsynlegt að taka í taumana. Formanninum tókst að snúa dæminu við, þó að kosningaúrslitin hafi vissulega verið mun lakari en í stefndi fyrir Landsfundinn. Ekki er að efa að þessi ótvíræðu loforð áttu þátt í því að bjarga því sem bjargað varð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið á móti slíkri atkvæðagreiðslu. Í kosningum vorið 2009 sáu þeir sér akk í því að setja Evrópumálin á oddinn sem flokksmál og unnu stórsigur. Enginn vafi er á því að hefði Evrópusambandsumsókn verið lögð fyrir þjóðina og samþykkt í þeim kosningum hefði málið ekki lent í því öngstræti sem raun ber vitni. Nú í vor var aftur tækifæri til þess að setja áframhald umsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur flæktist Samfylkingin fyrir. Hinir sjálfhverfu forystumenn héldu að þeir græddu á því að aðrir flokkar væru neikvæðir í garð aðildar. Þeir settu flokkinn ofar málefninu. Allir vita hvernig fór. Kjósendur treystu ekki Samfylkingunni, þó svo að meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka viðræðunum. Í kosningabaráttunni gaf Bjarni Benediktsson loforð um að þjóðin kysi um framhald viðræðna við Evrópusambandið á fyrri helmingi kjörtímabilsins. Hann efnir loforðið vegna þess að sjálfstæðismönnum má treysta.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun