Kaleo frumsýnir myndband við Vor í Vaglaskógi í kvöld Freyr Bjarnason skrifar 28. júní 2013 11:00 Kaleo frumsýnir nýtt myndband í kvöld. fréttablaðið/anton Hljómsveitin Kaleo úr Mosfellsbæ frumsýnir nýtt tónlistarmyndband í kvöld við útgáfu hennar af hinu sígilda íslenska dægurlagi, Vor í Vaglaskógi. Útgáfan sem strákarnir hljóðrituðu fyrir stuttu er gerð með góðfúslegu leyfi höfunda og hefur á augabragði náð miklum vinsældum. Lagið, sem verður gefið út um helgina, er sem stendur í efsta sæti vinsældarlista Rásar 2 og situr í níunda sæti á lista Bylgjunnar. Myndband af lifandi flutningi þeirra er komið með um þrjátíu þúsund spilanir á síðunni Youtube. „Þetta lag var búið að vera lengi í miklu uppáhaldi hjá söngvaranum Jökli. Hann byrjaði að þróa þessa útgáfu fyrir nokkrum árum og svo byrjuðum við að spila hana fyrir ári síðan,“ segir trommarinn Davíð Antonsson. „Við fengum góðar viðtökur og svo tókum við þetta lag „live“ á Rás 2 og það fékk enn þá betri viðtökur. Þannig að við ákváðum að henda í stúdíóútgáfu sem hefur ekki fengið síðri viðtökur.“ Auk Davíðs skipa Kaleo þeir Jökull Júlíusson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock. Þeir eru allir 23 ára og eru að undirbúa sína fyrstu plötu sem er væntanleg á næstu mánuðum. „Við erum búnir að spila allir saman síðan við vorum í tíunda bekk. En Kaleo var stofnuð rétt fyrir Airwaves í fyrra þar sem við spiluðum nokkur „off-venue“-gigg. Hljómsveitin var formlega stofnuð þegar við fengum gítarleikarann Rubin Pollock til liðs við okkur,“ segir Davíð en þeir félagar störfuðu áður undir nafninu Timburmenn og spiluðu eingöngu lög eftir aðra. „Við fengum ógeð af því og vildum einbeita okkur að okkar eigin tónlist.“ Kaleo Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Lífið Fleiri fréttir Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo úr Mosfellsbæ frumsýnir nýtt tónlistarmyndband í kvöld við útgáfu hennar af hinu sígilda íslenska dægurlagi, Vor í Vaglaskógi. Útgáfan sem strákarnir hljóðrituðu fyrir stuttu er gerð með góðfúslegu leyfi höfunda og hefur á augabragði náð miklum vinsældum. Lagið, sem verður gefið út um helgina, er sem stendur í efsta sæti vinsældarlista Rásar 2 og situr í níunda sæti á lista Bylgjunnar. Myndband af lifandi flutningi þeirra er komið með um þrjátíu þúsund spilanir á síðunni Youtube. „Þetta lag var búið að vera lengi í miklu uppáhaldi hjá söngvaranum Jökli. Hann byrjaði að þróa þessa útgáfu fyrir nokkrum árum og svo byrjuðum við að spila hana fyrir ári síðan,“ segir trommarinn Davíð Antonsson. „Við fengum góðar viðtökur og svo tókum við þetta lag „live“ á Rás 2 og það fékk enn þá betri viðtökur. Þannig að við ákváðum að henda í stúdíóútgáfu sem hefur ekki fengið síðri viðtökur.“ Auk Davíðs skipa Kaleo þeir Jökull Júlíusson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock. Þeir eru allir 23 ára og eru að undirbúa sína fyrstu plötu sem er væntanleg á næstu mánuðum. „Við erum búnir að spila allir saman síðan við vorum í tíunda bekk. En Kaleo var stofnuð rétt fyrir Airwaves í fyrra þar sem við spiluðum nokkur „off-venue“-gigg. Hljómsveitin var formlega stofnuð þegar við fengum gítarleikarann Rubin Pollock til liðs við okkur,“ segir Davíð en þeir félagar störfuðu áður undir nafninu Timburmenn og spiluðu eingöngu lög eftir aðra. „Við fengum ógeð af því og vildum einbeita okkur að okkar eigin tónlist.“
Kaleo Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Lífið Fleiri fréttir Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira