Lífið

Heidi Klum býr til listaverk úr barnahárinu

Heidi Klum býr til listaverk úr hári barna sinna.
Heidi Klum býr til listaverk úr hári barna sinna. nordicphotos/getty
Heidi Klum geymir hárið af börnum sínum og býr til listaverk úr því. Fyrirsætunni fannst erfitt að þurfa að klippa hárið á drengjunum sínum og því ákvað hún að geyma það í stað þess að fleygja því.

Í upphafi var Klum ekki viss um hvað gera ætti við hárið en fékk síðar þá hugmynd að nota það í föndur með drengjunum.

„Synir mínir tveir voru með miklar krullur og þegar ég rakaði allt hárið af, ákvað ég bara að geyma það. Svo sagði ég við sjálfa mig: „Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera við þetta,“ en hárið var svo fallegt. Svo næst þegar þeir ákváðu að mála sig með andlitsmálningu, límdi ég hárið þeirra á og þeir litu út eins og þrívíddarmálverk,“ sagði Klum í viðtali við vefsíðuna YourTango á dögunum. Fyrirsætan á fjögur börn með söngvaranum Seal, en þau skildu í apríl í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.