Cave heltók áhorfendur Þorgils Jónsson skrifar 1. júlí 2013 12:30 Nick Cave á sviðinu á laugardag. Ástralinn goðsagnakenndi Nick Cave er að verða einn duglegasti Íslandsvinur seinni tíma, en hann og félagar hans í the Bad Seeds glöddu gesti sem aðalatriðið á hátíðinni All Tomorrow‘s Parties sem fór fram á Ásbrú um helgina. Ekki er ofsögum sagt að hann hafi átt svæðið með húð og hári. Til að byrja með er rétt að víkja að aðstöðunni í Atlantic Studios, sem gæti hæglega orðið ein besta tónleikahöllin sem í boði er hér á landi. Hljóðið var gott, sem og öll umgjörð um hátíðina. Það nýttu Cave og Bad Seeds sér til fullnustu, enda héldu þeir áhorfendum í heljargreipum allan tímann. Þeir spiluðu alls fimmtán lög, þar af fimm af hinni stórfínu Push the Sky Away sem kom út ekki alls fyrir löngu. Flestir hafa eflaust heyrt af því að Cave varð fótaskortur á palli einum, sem hafði verið komið upp fyrir framan sviðið, og hrundi niður á gólf. Hann var þó ekki lengi að ná sér heldur hljóp nær rakleitt aftur upp á svið, kláraði lagið og sló svo á létta strengi. Fagmennskan uppmáluð! Þessi uppákoma varð bara til að kveikja enn upp í áhorfendum, sem voru eins og í leiðslu á meðan tónleikunum stóð og hinn 55 ára gamli Cave vafði þeim um fingur sér með sinni einstöku sviðsframkomu. Þá var hljómsveitin í fantaformi með hinn magnaða þúsundþjalasmið Warren Ellis í broddi fylkingar. Lagalistinn var geysilega þéttur, enda úr miklu að spila frá löngum og farsælum ferli Cave. Hann fór allt frá Deanna og From Her to Eternity niður í rólegri lög eins og God Is in the House og seiðandi tóna af nýju plötunni. Ef hægt er að tala um hápunkta má helst nefna Tupelo, Mercy Seat og Stagger Lee, auk Red Right Hand sem var uppklappslagið. Þessir tónleikar voru ekkert nema magnaðir og báru snilld Caves gott vitni. Því er ekki hægt að gefa annað en fullt hús stiga. Gagnrýni Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Ástralinn goðsagnakenndi Nick Cave er að verða einn duglegasti Íslandsvinur seinni tíma, en hann og félagar hans í the Bad Seeds glöddu gesti sem aðalatriðið á hátíðinni All Tomorrow‘s Parties sem fór fram á Ásbrú um helgina. Ekki er ofsögum sagt að hann hafi átt svæðið með húð og hári. Til að byrja með er rétt að víkja að aðstöðunni í Atlantic Studios, sem gæti hæglega orðið ein besta tónleikahöllin sem í boði er hér á landi. Hljóðið var gott, sem og öll umgjörð um hátíðina. Það nýttu Cave og Bad Seeds sér til fullnustu, enda héldu þeir áhorfendum í heljargreipum allan tímann. Þeir spiluðu alls fimmtán lög, þar af fimm af hinni stórfínu Push the Sky Away sem kom út ekki alls fyrir löngu. Flestir hafa eflaust heyrt af því að Cave varð fótaskortur á palli einum, sem hafði verið komið upp fyrir framan sviðið, og hrundi niður á gólf. Hann var þó ekki lengi að ná sér heldur hljóp nær rakleitt aftur upp á svið, kláraði lagið og sló svo á létta strengi. Fagmennskan uppmáluð! Þessi uppákoma varð bara til að kveikja enn upp í áhorfendum, sem voru eins og í leiðslu á meðan tónleikunum stóð og hinn 55 ára gamli Cave vafði þeim um fingur sér með sinni einstöku sviðsframkomu. Þá var hljómsveitin í fantaformi með hinn magnaða þúsundþjalasmið Warren Ellis í broddi fylkingar. Lagalistinn var geysilega þéttur, enda úr miklu að spila frá löngum og farsælum ferli Cave. Hann fór allt frá Deanna og From Her to Eternity niður í rólegri lög eins og God Is in the House og seiðandi tóna af nýju plötunni. Ef hægt er að tala um hápunkta má helst nefna Tupelo, Mercy Seat og Stagger Lee, auk Red Right Hand sem var uppklappslagið. Þessir tónleikar voru ekkert nema magnaðir og báru snilld Caves gott vitni. Því er ekki hægt að gefa annað en fullt hús stiga.
Gagnrýni Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira