Hætt að greiða ljósmæðranemum laun á Landspítala Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. júlí 2013 09:00 Nemar í ljósmóðurfræði ganga allar vaktir, að sögn námsbrautarstjóra. Fréttablaðið/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar í ljósmóðurfræðinámi munu frá og með miðju næsta ári ekki fá greitt fyrir verklegan hluta námsins. Helga Gottfreðsdóttir námsbrautarstjóri er ósátt við þetta. „Við höfum beðið um að samræmis sé gætt í launagreiðslum til nema í starfsnámi á spítalanum. Hjúkrunarfræðingar í skurð- og svæfingarhjúkrunarnámi fá til dæmis greidd laun.“ Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, sem sendi Helgu Gottfreðsdóttur bréf um að greiðslum yrði hætt, segir að námið í skurð- og svæfingarhjúkrun sé skipulagt af spítalanum. „Við viljum meina að þarna sé eðlismunur. Svo snýst þetta einnig um hagræðingu. Ég get ekki verið að segja upp föstu starfsfólki og draga úr starfsemi til þess að borga nemum laun.“ Jón Hilmar bendir á að nemar í ljósmóðurfræði fái núna eingöngu laun frá Landspítala og FSA en ekki öðrum stofnunum þar sem þeir eru í starfsnámi. Spurður segir hann læknanema í starfsnámi ekki fá laun. Hins vegar fái útskrifaðir nemar á kandídatsári laun þar sem þá séu þeir starfsmenn spítalans.Helga GottfreðsdóttirHelga segir nemendur á fyrra ári í ljósmóðurfræði hafa verið á launum þar til fyrir nokkrum árum. Síðan hafi hluti greiðslnanna á öðru ári verið afnuminn og nú eigi að afnema allar greiðslur. „Þetta er tveggja ára nám og 65 til 70 prósent þess er klínískt nám. Nemarnir fara á allar vaktir og það hefur komið deildunum ágætlega. Við berum ábyrgð á bóklega þætti námsins en spítalinn á klíníska þættinum. Við tökum inn tíu nemendur á ári og af þeim hefur nú einn dregið umsókn sína til baka vegna fyrirsjáanlegs launaleysis. Það er ekki hægt að læra ljósmóðurfræði nema vera í mikilli vinnu. Þetta er lítill hópur og viðkvæmur en þetta er sá fjöldi sem við þurfum til þess að viðhalda þeirri þjónustu sem ljósmæður standa fyrir. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur inn í framtíðina.“ Námsbrautarstjórinn tekur það fram að hún vilji ekki að hreyft verði við launum annarra nema. „Við köllum hins vegar eftir samræmi og vonum að spítalinn endurskoði ákvörðun sína.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar í ljósmóðurfræðinámi munu frá og með miðju næsta ári ekki fá greitt fyrir verklegan hluta námsins. Helga Gottfreðsdóttir námsbrautarstjóri er ósátt við þetta. „Við höfum beðið um að samræmis sé gætt í launagreiðslum til nema í starfsnámi á spítalanum. Hjúkrunarfræðingar í skurð- og svæfingarhjúkrunarnámi fá til dæmis greidd laun.“ Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, sem sendi Helgu Gottfreðsdóttur bréf um að greiðslum yrði hætt, segir að námið í skurð- og svæfingarhjúkrun sé skipulagt af spítalanum. „Við viljum meina að þarna sé eðlismunur. Svo snýst þetta einnig um hagræðingu. Ég get ekki verið að segja upp föstu starfsfólki og draga úr starfsemi til þess að borga nemum laun.“ Jón Hilmar bendir á að nemar í ljósmóðurfræði fái núna eingöngu laun frá Landspítala og FSA en ekki öðrum stofnunum þar sem þeir eru í starfsnámi. Spurður segir hann læknanema í starfsnámi ekki fá laun. Hins vegar fái útskrifaðir nemar á kandídatsári laun þar sem þá séu þeir starfsmenn spítalans.Helga GottfreðsdóttirHelga segir nemendur á fyrra ári í ljósmóðurfræði hafa verið á launum þar til fyrir nokkrum árum. Síðan hafi hluti greiðslnanna á öðru ári verið afnuminn og nú eigi að afnema allar greiðslur. „Þetta er tveggja ára nám og 65 til 70 prósent þess er klínískt nám. Nemarnir fara á allar vaktir og það hefur komið deildunum ágætlega. Við berum ábyrgð á bóklega þætti námsins en spítalinn á klíníska þættinum. Við tökum inn tíu nemendur á ári og af þeim hefur nú einn dregið umsókn sína til baka vegna fyrirsjáanlegs launaleysis. Það er ekki hægt að læra ljósmóðurfræði nema vera í mikilli vinnu. Þetta er lítill hópur og viðkvæmur en þetta er sá fjöldi sem við þurfum til þess að viðhalda þeirri þjónustu sem ljósmæður standa fyrir. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur inn í framtíðina.“ Námsbrautarstjórinn tekur það fram að hún vilji ekki að hreyft verði við launum annarra nema. „Við köllum hins vegar eftir samræmi og vonum að spítalinn endurskoði ákvörðun sína.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira