Lífið

Simpson eignaðist strákinn Ace

Jessica Simpson ásamt eiginmanni sínum Eric Johnson.
Jessica Simpson ásamt eiginmanni sínum Eric Johnson.
Leik- og söngkonan Jessica Simpson eignaðist strák síðastliðinn sunnudag. Drengur Jessicu hefur hlotið nafnið Ace Knute Johnson og dafnar hann vel.

Ace Knut er annað barn Jessicu og Eric Johnson, eiginmanns hennar, en fyrir eiga þau stúlkuna Maxwell Drew sem fæddist í maí 2012.

Jessica bætti mikið á sig á fyrri meðgöngunni og eftir barnsburð skráði hún sig í þyngdarstjórnunarprógrammið „Weight Watchers“ þar sem hún segist hafa náð stjórn á þyngdinni. Hún sagði í nýlegu viðtali við Ellen DeGeneres að hún hefði reynt að vera meðvitaðri um mataræðið á seinni meðgöngunni og væri orkumeiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.