Lífið

Ekkert stress að elda fyrir Ramsay

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Gunnar Karl Gíslason eldaði fyrir Gordon Ramsay.
Gunnar Karl Gíslason eldaði fyrir Gordon Ramsay. fréttablaðið/gva
„Það var ekkert stressandi að elda fyrir hann. Það eru allir svo slakir í „Mýrinni“, “ segir Gunnar Karl Gíslason, kokkur og eigandi veitingastaðarins Dill, sem fékk það verkefni að elda fyrir stjörnukokkinn kröfuharða Gordon Ramsay á dögunum.

Gunnar segist ekki vita betur en að Ramsay og félagar hafi verið ánægðir með matinn og upplifunina á staðnum. „Ég veit ekki betur. Það virtust allir lukkulegir. Hann þakkaði bara kærlega fyrir sig og tók í spaðann á mér áður en hann kvaddi.“

Spurður um það hvað Ramsay hafi pantað sér segist Gunnar Karl ekki gefa svoleiðis upplýsingar upp. „Við viljum nú sem minnst tala um þetta. Fólk getur komið hingað og borðað án þess að við séum að tjá okkur eitthvað sérstaklega um það.“

Gordon Ramsay er, eins á áður hefur komið fram, staddur hér á landi í fríi. Þessa dagana er hann staddur í veiði í Norðurá, en hann hefur einnig kíkt út á lífið og sást meðal annars á skemmtistaðnum Austur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.