Lífið

Hlaut viðurkenningu fyrir tískuþátt

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Íris Björk Reynisdóttir hlaut viðurkenningu frá hinum virta listaháskóla London Collage of Fashion.
Íris Björk Reynisdóttir hlaut viðurkenningu frá hinum virta listaháskóla London Collage of Fashion. fréttablaðið/valli
„Ég er rosalega ánægð. Þetta er skemmtileg viðurkenning og hún er fyrir það sem mig langar til að gera í framtíðinni þannig að þetta er mikil hvatning,“ segir Íris Björk Reynisdóttir.

Hún hlaut viðurkenninguna Excellence in Creative Fashion Editorial frá hinum virta háskóla London College of Fashion fyrir framúrskarandi tískuljósmyndaþætti.

Íris hefur stundað nám í ljósmyndun og stíliseringu við skólann síðastliðin tvö ár. Viðurkenninguna hlaut hún þegar hún útskrifaðist úr tveggja ára grunnnámi frá skólanum á dögunum.

„Námið gekk allt mjög vel. Mér stendur til boða að ljúka einu ári í viðbót og útskrifast þá með BA-gráðu og ég hef hugsað mér að gera það,“ segir hún.

Íris Björk kann vel við sig í Lundúnum og getur vel hugsað sér að búa þar áfram. Hún segir tækifærin frekar leynast úti í hinum stóra heimi en á litla Íslandi.

„Mig langar að vinna um allan heim og er að byggja upp tengslanet á meðan ég er hérna úti. Þetta er auðvitað ekki ódýrt nám og eins og staðan er núna eru tækifærin hér frekar en heima.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.