Tónlist

Samaris hluti af norrænni byltingu

Freyr Bjarnason skrifar
Áslaug Rún Magnúsdóttir, Jófríður Ákadóttir og Þórður Kári Steinþórsson skipa hljómsveitina Samaris.
Áslaug Rún Magnúsdóttir, Jófríður Ákadóttir og Þórður Kári Steinþórsson skipa hljómsveitina Samaris. fréttablaðið/stefán
Hljómsveitin Samaris er á lista breska tónlistartímaritsins Thelineofbestfit.com yfir þær hljómsveitir eða tónlistarmenn sem eru leiðandi öfl í hinni svokölluðu norrænu byltingu með konum í fararbroddi.

Samaris, sem vann Músíktilraunir árið 2011, er skipuð Áslaugu Rún Magnúsdóttur, Jófríði Ákadóttur og Þórði Kára Steinþórssyni. Blaðamaður segir rödd Jófríðar dáleiðandi og ógleymanlega og að hún passi vel við klarinettspil Áslaugar og dimma og rólega raftakta Þórðar Kára.

Fyrsta plata Samaris á erlendri grundu kemur út í lok júlí. Þar er safnað saman lögum sem hafa áður komið út á stuttskífum sveitarinnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×