Lífið

1000 Origami fuglar uppfylla óskir

Marín Manda skrifar
Hera Sigurðardóttir föndrar Origami list í Flatey.
Hera Sigurðardóttir föndrar Origami list í Flatey.
Trönur búnar til úr gömlum landakortum sem fundust í Flatey
Hera Sigurðardóttir fékk þá skemmtilegu hugmynd að föndra trönur úr pappír, eða origami eins og sú japanska list kallast, og selja í Bryggjubúðinni í Flatey.

Fuglarnir hafa fengið óskipta athygli í nýlendubúðinni sem hefur aðsetur sitt í frystihúsinu, alveg við bryggjuna.

„Þetta er ótrúlega falleg japönsk pæling og margt svo heillandi við formin. Þú býrð bara til ýmsar fígúrur úr þeim pappír sem þú hefur. 

Þetta er pappírsbrot þar sem þú þarft ekki að klippa, líma eða rífa,“ segir Hera Sigurðardóttir. 

Nýlega var frystihúsið tekið í gegn og fundust þá gömul landakort úr gamla grunnskólanum sem eigandi Bryggjubúðarinnar, Lísa Kristjánsdóttir, færði Heru til að föndra úr. Kortin af hinum ýmsu landshlutum Íslands fengu þannig nýtt líf sem fallegir trönuóróar. 

Origami-fuglinn er álitinn friðartákn í Japan en sagan á bak við listina er ævagömul. Japanska þjóðsagan segir að geri maður eitt þúsund trönur verði sá hinn sami mikillar gæfu aðnjótandi og fái óskir sínar uppfylltar. 

„Svo er svo mikill friður og ró sem tengist þessu, bæði sagan á bak við listina og þegar maður er sjálfur að föndra þetta. Þetta er svona ákveðin heilun að sitja við og föndra þetta, bæði athöfnin að gera þetta og í kjölfarið að gleðja aðra,“ segir Hera Sigurðardóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.