Lífið

Matarilmurinn mun fylla bæinn í sumar

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Hildur Gunnlaugsdóttir og Eirný Sigurðardóttir koma að skipulagningu matarmarkaðs sem haldinn verður á laugardögum í júlí í sumar. 
Mynd/Arnþór
Hildur Gunnlaugsdóttir og Eirný Sigurðardóttir koma að skipulagningu matarmarkaðs sem haldinn verður á laugardögum í júlí í sumar. Mynd/Arnþór Arnþór
„Við verðum með litríka umgjörð sem og lifandi tónlist og matarilmur mun fylla bæinn á markaðnum. Við verðum með markað fjóra laugardaga í júlí og það er mjög mikil aðsókn í að vera með,“ segir Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, en hún er ein af aðstandendum matarmarkaðs sem haldinn verður á Lækjartorgi alla laugardaga í sumar frá klukkan 11.00 til 16.00.



Að sögn Hildar verður boðið upp á margs konar mat og góðgæti á markaðnum. „Þetta er frábært tækifæri til þess að kaupa sér mat beint af býlinu. Það verður boðið upp á lífrænt íslenskt hunang, æðislegar súrdeigslokur og fleira. Einnig blóm og annað skemmtilegt.“



Hugmyndin að markaðnum kom upphaflega í gegnum netsíðuna Betri Reykjavík þar sem borgarbúum gefst kostur á að koma með hugmyndir að leiðum til að gera borgina betri og skemmtilegri.

Umhverfis- og skipulagsráði leist vel á hugmyndina og Hildi var falið að kanna möguleikann á að koma upp slíkum markaði. „Okkur langaði að reyna koma af stað einhverri matarmarkaðsmenningu í Reykjavík eins og þekkist víða annars staðar, og við ákváðum að ríða á vaðið og byrja með þetta.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.