Litli Hamlet fer líka á svið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. júlí 2013 09:59 Bergur Þór Ingólfsson mun endurskrifa texta Shakespeares og færa hann yfir á nútímamál. Þetta verður barnasýning um dauðann, hugsuð fyrir fólk frá tíu til hundrað ára aldurs,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem mun gera leikgerð og leikstýra barnauppfærslunni. „Það eiga allir að geta komið og fengið söguna vöflulaust og án hins bundna máls sem þvælist fyrir mörgum.“ Það verður sem sagt saminn nýr texti? „Já, textinn verður uppfærður eða millifærður eða hvað við eigum að kalla það, verður sem sagt á nútímamáli og sögutíminn er nútíminn.“ Söguþræðinum er fylgt nokkuð nákvæmlega; drengurinn Hamlet missir föður sinn sviplega í upphafi leiks, mamma hans giftist föðurbróður hans stuttu seinna og í þokkabót kemst hann að því að bestu vinir hans hafa verið fengnir til að njósna um hann. Hlutverk Hamlets verður í höndum Sigurðar Þórs Óskarssonar en Ófelíu leikur Kristín Þóra Haraldsdóttir. Aðrir leikarar hafa ekki verið ákveðnir að sögn Bergs. „Kannski munu þau bara líka leika móður Hamlets og stjúpföður, eða kannski verður mamma hans stóll og stjúpinn borð. Það er allt hægt í leikhúsinu og það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í æfingaferlinu hvaða leið við förum.“ Er þessi saga ekkert of skuggaleg fyrir svona unga áhorfendur? „Nei, nei, þetta er skemmtilegur harmleikur sem byrjar á því að pabbinn deyr og síðan allar hinar persónurnar,“ segir Bergur. „Þessi börn, Hamlet og Ófelía, þurfa að takast á við dauðann, konungdæmið, vináttuna og allan pakkann. Treystum við ekki börnum fyrir öllu þessu? Ég er fjögurra dætra faðir og ég þykist vita nokkuð vel hvað má bjóða börnum og hvað þau eru að hugsa.“ Bergur segir fyrirhugaðan frumsýningartíma vera í mars eða apríl á næsta ári þannig að Hamletsýningarnar tvær munu væntanlega ekki verða í gangi samtímis. Menning Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
Þetta verður barnasýning um dauðann, hugsuð fyrir fólk frá tíu til hundrað ára aldurs,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem mun gera leikgerð og leikstýra barnauppfærslunni. „Það eiga allir að geta komið og fengið söguna vöflulaust og án hins bundna máls sem þvælist fyrir mörgum.“ Það verður sem sagt saminn nýr texti? „Já, textinn verður uppfærður eða millifærður eða hvað við eigum að kalla það, verður sem sagt á nútímamáli og sögutíminn er nútíminn.“ Söguþræðinum er fylgt nokkuð nákvæmlega; drengurinn Hamlet missir föður sinn sviplega í upphafi leiks, mamma hans giftist föðurbróður hans stuttu seinna og í þokkabót kemst hann að því að bestu vinir hans hafa verið fengnir til að njósna um hann. Hlutverk Hamlets verður í höndum Sigurðar Þórs Óskarssonar en Ófelíu leikur Kristín Þóra Haraldsdóttir. Aðrir leikarar hafa ekki verið ákveðnir að sögn Bergs. „Kannski munu þau bara líka leika móður Hamlets og stjúpföður, eða kannski verður mamma hans stóll og stjúpinn borð. Það er allt hægt í leikhúsinu og það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í æfingaferlinu hvaða leið við förum.“ Er þessi saga ekkert of skuggaleg fyrir svona unga áhorfendur? „Nei, nei, þetta er skemmtilegur harmleikur sem byrjar á því að pabbinn deyr og síðan allar hinar persónurnar,“ segir Bergur. „Þessi börn, Hamlet og Ófelía, þurfa að takast á við dauðann, konungdæmið, vináttuna og allan pakkann. Treystum við ekki börnum fyrir öllu þessu? Ég er fjögurra dætra faðir og ég þykist vita nokkuð vel hvað má bjóða börnum og hvað þau eru að hugsa.“ Bergur segir fyrirhugaðan frumsýningartíma vera í mars eða apríl á næsta ári þannig að Hamletsýningarnar tvær munu væntanlega ekki verða í gangi samtímis.
Menning Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira