Lífið

Naomi Campell hefnir sín á fyrrum kærasta

Naomi Campbell er ósátt við samband fyrrum kærasta síns, Vladimir Doronin, og kínversku fyrirsætunnar Luo Zilin. Nordicphotos/getty
Naomi Campbell er ósátt við samband fyrrum kærasta síns, Vladimir Doronin, og kínversku fyrirsætunnar Luo Zilin. Nordicphotos/getty
Naomi Campbell er sögð mjóg ósátt við samband fyrrum kærasta síns, milljarðamæringsins Vladimir Doronin, og kínversku fyrirsætunnar Luo Zilin. Campbell var leiðbeinandi Zilin í sjónvarpsþáttunum The Face.

Page Six hefur eftir heimildarmanni að Campbell sé æf vegna sambandsins og hafi nýtt sambönd sín innan tískubransans til að fá Zilin rekna frá umboðsskrifstofu sinni. Mix Model skrifstofan segir ástæðu uppsagnarinnar aftur á móti vera vegna ófagmennsku Zilin. „Henni var sagt upp vegna ófagmennsku og lélegs vinnusiðferðis,“ sagði forstjóri Mix Model Management.

„Lygarnar sem berast frá Naomi eru ótrúlegar,“ sagði vinur Doronin í viðtali við blaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.