Bíó og sjónvarp

Alexaner Skarsgård leikur sjarmerandi anarkista

Leikkonan Brit Marling og Íslandsvinurinn Alexander Skarsgård leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni The East, sem er nýjasta afurð leikstjórans og handritshöfundarins Zals Batmanglij og leikkonunnar og handritshöfundarins Brit Marling. Einnig fer leikkonan Ellen Page með hlutverk í myndinni.



Myndin fjallar um hvað gerist þegar sérsveitarfulltrúi laumar sér í raðir herskárra anarkista sem skipuleggja hermdarverk á stórfyrirtæki sem hafa gerst sek um glæpsamlegt athæfi.



Brit Marling leikur Söru Moss, fyrrverandi FBI-fulltrúa, sem starfar hjá fyrirtæki sem starfrækir leynilega öryggissveit. Hún fer undir fölsku flaggi í félagsskap herskárra anarkista sem kalla sig The East og nær að sannfæra meðlimi um heilindi sín gagnvart málstaðnum.

Hún tekur þátt í næsta verkefni hópsins en fellur fyrir leiðtoga hópsins, hinum sjarmerandi Benji, sem leikinn er af Alexander Skarsgård. Smám saman sannfærist hún um málstað anarkistanna og fer að sjá lífið í öðru ljósi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.