Lífið

Edward Furlong hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsáras

Edward Furlong játaði fyirr dómi að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi.Mynd/Ghetty
Edward Furlong játaði fyirr dómi að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi.Mynd/Ghetty
Leikarinn Edward Furlong sem sló í gegn sem John Connor í kvikmyndinni Terminator 2 hefur leitað uppi vandræðin síðastliðin ár.



Furlong hefur lengi átt við eiturlyfjavandamál að stríða og margoft komist í kast við lögin vegna heimilisofbeldis og annarra brota.

Hann var ákærður fyrir árás á fyrrverandi kærustu sína í maí síðastliðnum og var málið tekið fyrir í bandarískum dómstól í vikunni. 



Samkvæmt slúðursíðunni TMZ.com játaði Furlong að hafa beitt hana ofbeldi og fékk í kjölfarið sex aðrar ákærur felldar niður, þar á meðal ákærur fyrir eignaspjöll og að rjúfa skilorð.



Hann var í kjölfarið dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og þarf að fara í 90 daga áfengis- og fíkniefnameðferð. Hann þarf jafnframt að gangast undir ellefu mánaða sálfræðimeðferð fyrir gerendur heimilisofbeldis. Einnig var dæmt á hann nálgunarbann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.