Alvöru vestri og gömul klassík 4. júlí 2013 08:30 Kvikmyndin Lone Ranger var frumsýnd í gær en myndin skartar stórleikaranum Johnny Depp í aðalhlutverki. Depp leikur indíánann Tonto sem berst gegn spillingu og græðgi í villta vestrinu ásamt lögregluþjóninum fyrrverandi, John Reid eða „Lone Ranger“. Það er leikarinn Armie Hammer sem fer með hlutverk Lone Ranger en einhverjir gætu kannast við kauða úr Facebook-myndinni The Social Network, þar sem hann lék tvíburana Cameron og Tyler Winklevoss. Það er leikstjórinn Gore Verbinski sem leikstýrir myndinni en hann leikstýrði einnig þríleiknum Pirates of the Caribbean. Þetta er því ekki í fyrsta skipti sem þeir Verbinski og Depp starfa saman. Disney-samsteypan og Jerry Bruckheimer Films framleiða myndina. Bíó Paradís sýnir í kvöld kvikmyndina Hard Ticket to Hawaii frá árinu 1987, en í sumar mun kvikmyndahúsið sýna tvær klassískar kvikmyndir í viku hverri. Hard Ticket to Hawaii segir frá útsendurunum Donnu og Taryn sem stöðva afhendingu á demöntum fyrir slysni, en demantarnir voru ætlaðir eiturlyfjabaróninum Seth Romero. Seth er ákveðinn í að ná í demantana og í kjölfarið brýst út hröð atburðarás, sem flækist enn frekar þegar baneitruð risaslanga sleppur laus. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Lone Ranger var frumsýnd í gær en myndin skartar stórleikaranum Johnny Depp í aðalhlutverki. Depp leikur indíánann Tonto sem berst gegn spillingu og græðgi í villta vestrinu ásamt lögregluþjóninum fyrrverandi, John Reid eða „Lone Ranger“. Það er leikarinn Armie Hammer sem fer með hlutverk Lone Ranger en einhverjir gætu kannast við kauða úr Facebook-myndinni The Social Network, þar sem hann lék tvíburana Cameron og Tyler Winklevoss. Það er leikstjórinn Gore Verbinski sem leikstýrir myndinni en hann leikstýrði einnig þríleiknum Pirates of the Caribbean. Þetta er því ekki í fyrsta skipti sem þeir Verbinski og Depp starfa saman. Disney-samsteypan og Jerry Bruckheimer Films framleiða myndina. Bíó Paradís sýnir í kvöld kvikmyndina Hard Ticket to Hawaii frá árinu 1987, en í sumar mun kvikmyndahúsið sýna tvær klassískar kvikmyndir í viku hverri. Hard Ticket to Hawaii segir frá útsendurunum Donnu og Taryn sem stöðva afhendingu á demöntum fyrir slysni, en demantarnir voru ætlaðir eiturlyfjabaróninum Seth Romero. Seth er ákveðinn í að ná í demantana og í kjölfarið brýst út hröð atburðarás, sem flækist enn frekar þegar baneitruð risaslanga sleppur laus.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein