Lífið

Breytingar á Bylgjunni

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Þau Hulda Bjarnadóttir, Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason stjórna nú útvarpsþættinum "Í bítið“ á Bylgjunni. Þátturinn hefur verið lengdur um klukkutíma.
Þau Hulda Bjarnadóttir, Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason stjórna nú útvarpsþættinum "Í bítið“ á Bylgjunni. Þátturinn hefur verið lengdur um klukkutíma.
„Með nýju fólki koma auðvitað örlítið nýjar áherslur,“ segir útvarpskonan Hulda Bjarnadóttir, sem frá og með deginum í dag mun stjórna hinum vinsæla útvarpsþætti „Í bítið“ á Bylgjunni ásamt þeim Gulla Helga og Heimi Karlssyni.

Þátturinn hefur verið á dagskrá Bylgjunnar um langt skeið en síðastliðin sex ár hafa þau Heimir og Kolla [Kolbrún Björnsdóttir] stýrt þættinum. Kolla sagði skilið við þáttinn í byrjun júní og í hennar stað koma inn reynsluboltarnir tveir.

„Ætli þetta séu ekki um 80 ár í útvarpsreynslu,“ segir Hulda og hlær, en Gulli hóf störf í útvarpi árið 1984 og Heimir tveimur árum síðar. Þau segja að einhverjar breytingar verði á þættinum en að þó muni þau halda í fasta liði.

„If it‘s not broken, don‘t fix it,“ bætir Gulli við. Þátturinn verður áfram á dagskrá alla virka daga og hefst á slaginu 6.50 en lýkur nú klukkutíma síðar en venjan er, eða klukkan tíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.