Lífið

Fara reglulega í sambandsráðgjöf

Diane Kruger segir samband sitt og Joshua Jackson gott.
Diane Kruger segir samband sitt og Joshua Jackson gott. Nordicphotos/getty
Þýska leikkonan Diane Kruger segir samband sitt og leikarans Joshua Jackson vera gott, en viðurkennir að það krefjist mikillar vinnu að viðhalda góðu sambandi.

„Öll sambönd eru erfið. Það skiptir ekki máli hvað þú gerir, hversu frægur þú ert, vansæll eða fátækur. Þetta snýst um skuldbindingu. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst manneskju sem hefur sömu sýn á sambönd og ég,“ segir Kruger. Hún segir parið gjarnan sækja tíma hjá sambandsráðgjafa.

„Sambandsráðgjöf hjálpar mikið. Ráðgjöfin snýst ekki beint um að fá aðstoð, heldur gerir hún mann betri í að takast á við lífið allt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.