Meira fyrir minni peninga Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2013 06:00 Óhætt er að fullyrða að Þýskaland er helsta forysturíki ESB. Kanslara Þýskalands má telja einn valdamesta stjórnmálamann Evrópu. Á Angelu Merkel kanslara hvílir mikil ábyrgð og vandamálin sem bíða hennar eru risavaxin. Skuldasöfnun, mikið atvinnuleysi og hallarekstur hins opinbera er ríkjandi vandi í Evrópulöndunum. Ekkert ríki uppfyllir Maastricht-skilyrðin en þau eru forsenda þess að viðkomandi ríki geti verið þátttakandi í evrusamstarfinu.7%, 25% og 50% Merkel er ekki yfirlýsingaglaður stjórnmálamaður en það velkist enginn í vafa um hvað hún telur vera stóra verkefni evrópskra stjórnmála. Það er að tryggja efnahagslega velferð á 21. öldinni. Kanslarinn þreytist ekki á að benda á að 7% af íbúum heimsins búa í Evrópu. VLF er 25% af framleiðslu heimsins og útgjöld til velferðamála eru 50% af heildarútgjöldum jarðarbúa.Aukum fjárfestingu og framleiðni Til að tryggja efnahagslega velferð í Þýskalandi á 21. öldinni þá verður að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það nákvæmlega sama á við um önnur ríki álfunnar, sama hvort þau eru þátttakendur í ESB eða ekki. Fyrir okkur Íslendinga þýðir það að við þurfum að auka fjárfestingu og framleiðni til að viðhalda velferðinni. Við þurfum að auka tekjur okkar, tekjur heimilanna, fyrirtækjanna og hins opinbera. Lausnin felst ekki í að skattleggja meira þá sem þegar greiða mikil gjöld. Verkefnið er að breikka skattstofnana og auka tekjurnar. Gefa fólki tækifæri til að auka verðmætin er hagur okkar allra.Forgangsröðum í þágu fólks Við Íslendingar höfum verið talin ung þjóð í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. En það er að breytast og á næstu árum munu stórir árgangar fara á lífeyrisaldur. Það hefur í för með sér aukið álag á heilbrigðis- og félagsmálaþjónustuna okkar. Nauðsynlegt er því sem aldrei fyrr að forgangsraða. Við erum sammála um að við viljum halda hér háu þjónustustigi fyrir fólkið sem þarf á þjónustu að halda. Því ber okkur að forgangsraða í þágu þess fólks. Við Íslendingar erum ekki einir á báti. Verkefnin eru hin sömu hjá nágrannalöndum okkar. Til að ná árangri þarf góðan undirbúning, samvinnu aðila og upplýsta umræðu. Vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að Þýskaland er helsta forysturíki ESB. Kanslara Þýskalands má telja einn valdamesta stjórnmálamann Evrópu. Á Angelu Merkel kanslara hvílir mikil ábyrgð og vandamálin sem bíða hennar eru risavaxin. Skuldasöfnun, mikið atvinnuleysi og hallarekstur hins opinbera er ríkjandi vandi í Evrópulöndunum. Ekkert ríki uppfyllir Maastricht-skilyrðin en þau eru forsenda þess að viðkomandi ríki geti verið þátttakandi í evrusamstarfinu.7%, 25% og 50% Merkel er ekki yfirlýsingaglaður stjórnmálamaður en það velkist enginn í vafa um hvað hún telur vera stóra verkefni evrópskra stjórnmála. Það er að tryggja efnahagslega velferð á 21. öldinni. Kanslarinn þreytist ekki á að benda á að 7% af íbúum heimsins búa í Evrópu. VLF er 25% af framleiðslu heimsins og útgjöld til velferðamála eru 50% af heildarútgjöldum jarðarbúa.Aukum fjárfestingu og framleiðni Til að tryggja efnahagslega velferð í Þýskalandi á 21. öldinni þá verður að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það nákvæmlega sama á við um önnur ríki álfunnar, sama hvort þau eru þátttakendur í ESB eða ekki. Fyrir okkur Íslendinga þýðir það að við þurfum að auka fjárfestingu og framleiðni til að viðhalda velferðinni. Við þurfum að auka tekjur okkar, tekjur heimilanna, fyrirtækjanna og hins opinbera. Lausnin felst ekki í að skattleggja meira þá sem þegar greiða mikil gjöld. Verkefnið er að breikka skattstofnana og auka tekjurnar. Gefa fólki tækifæri til að auka verðmætin er hagur okkar allra.Forgangsröðum í þágu fólks Við Íslendingar höfum verið talin ung þjóð í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. En það er að breytast og á næstu árum munu stórir árgangar fara á lífeyrisaldur. Það hefur í för með sér aukið álag á heilbrigðis- og félagsmálaþjónustuna okkar. Nauðsynlegt er því sem aldrei fyrr að forgangsraða. Við erum sammála um að við viljum halda hér háu þjónustustigi fyrir fólkið sem þarf á þjónustu að halda. Því ber okkur að forgangsraða í þágu þess fólks. Við Íslendingar erum ekki einir á báti. Verkefnin eru hin sömu hjá nágrannalöndum okkar. Til að ná árangri þarf góðan undirbúning, samvinnu aðila og upplýsta umræðu. Vilji er allt sem þarf.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar