Lífið

Olga syngur acapella þjóðlög um landið

Marín Manda Magnúsdóttir skrifar
Strákarnir eru allir að læra klassískan söng í Hollandi.
Strákarnir eru allir að læra klassískan söng í Hollandi.
„Ferðalagið byrjar í Flatey en við erum fimm strákar sem erum að fara að ferðast í kringum landið í viku og halda tónleika til að koma okkur á framfæri en við munum enda tónleikaferðalagið á Gay Pride,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson.

Hugmyndin að tónleikaferðalaginu kom upp á yfirborðið fyrir einu ári en tveir meðlimir hópsins koma frá Rússlandi og Hollandi og höfðu áhuga á að ferðast til Íslands og kynnast landi og þjóð. Því var ákveðið að halda tónleika víðs vegar um landið en Pétur Oddbergur segir hópinn hafa fengið stuðning frá Höldi/Bílaleigu Akureyrar, N1 og Actavis við að koma þessu ævintýri á laggirnar.

Sönghópinn Olgu skipa fimm karlmenn sem allir eru búsettir í Utrecht í Hollandi og stunda klassískt söngnám hjá Jóni Þorsteinssyni söngkennara. Það eru þeir Bjarni Guðmundsson, Haraldur Eyjólfsson, Gulian van Nierop, Pétur Oddbergur Heimisson og Philip Barkhudarov sem syngja munu íslensk og rússnesk þjóðlög ásamt „barbershop“ fyrir landsmenn.

Í kjölfar tónleikaferðalagsins hefur sönghópurinn Olga ákveðið að heiðra nafnið Olga og hyggjast senda persónuleg boðskort til allra stúlkna og kvenna á landinu sem bera nafnið Olga og bjóða þeim frítt á tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.