Lífið

Hætt sem dómari

Breska söngkonan Jessie J er hætt sem dómari í sjónvarpsþættinum The Voice UK. Hún sat í dómarasætinu í tvær þáttaraðir og staðfesti fregnirnar á Twitter.

"Ég hafði mjög gaman af því að vera hluti af The Voice og vona að allir viti það. Ég hlakka mikið til þess að kynna nýju plötu mína um allan heim og það starf hefur forgang núna, skrifaði söngkonan á föstudag."

Jessie kvaðst jafnframt ætla að fylgjast vel með þriðju þáttaröð The Voice.

"Ég vona að ég fái áfram að vera hluti af þættinum á einhvern hátt."

Söngkonan sló í geng árið 2011 með smellinn Do It Like a Dude. Hægt er að horfa á lagið í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.