Lífið

Taka á móti færeyskri þungarokkssveit

Sara McMahon skrifar
Hljómsveitin Angist hyggur á tónleikaferðalag um Ísland og Færeyjar ásamt færeysku sveitinni Earth Divide. Gyða er fyrir miðju, til hægri.Mynd úr einkasafni
Hljómsveitin Angist hyggur á tónleikaferðalag um Ísland og Færeyjar ásamt færeysku sveitinni Earth Divide. Gyða er fyrir miðju, til hægri.Mynd úr einkasafni
"Þetta er samvinnuverkefni milli íslenskra og færeyskra þungarokkssveita sem Skálmöld startaði árið 2011. Við höldum tvenna tónleika í Reykjavík og svo er ferðinni heitið á Eistnaflug," segir Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, gítarleikari.

Hljómsveit hennar, Angist, hyggur á tónleikaferðalag um Ísland og Færeyjar ásamt færeysku þungarokkssveitinni Earth Divide. Ferðalagið hefst á mánudag og lýkur með tónleikum á G! Festival.

"Tumi Snær, trommarinn okkar, keppti einu sinni í sundi í Færeyjum á sínum yngri árum og systkinin í bandinu, Edda og Haraldur, hafa komið í höfnina. Ég er sú eina í hljómsveitinni sem hefur ekki komið til Færeyja og ég hlakka ótrúlega mikið til. Það er víst rífandi stemning á G! Festival," segir hún.

Hljómsveitirnar tvær sjá um allt skipulag sjálfar, en verkefnið er að hluta til styrkt af Kraumi og Tónlistarsjóði.

"Við verðum saman 24/7 næstu tvær vikurnar. Þeir gista hjá okkur og við hjá þeim," segir hún og bætir við: "?Við höfum ekki hitt strákana í Earth Divide, en þeir eru mjög skemmtilegir á internetinu.?"

Tónleikar hljómsveitanna fara fram í TÞM annað kvöld, á Gauknum á miðvikudag og á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.