Lífið

Lagið samið fyrir lambakjötsframleiðendur

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Pétur Jónsson hjá Medialux samdi lagið "Betri en þú“ fyrir þau Bógó og Lóló. Lagið er hluti af auglýsingaherferð karla- og kvennalandsliðanna í handknattleik.
Pétur Jónsson hjá Medialux samdi lagið "Betri en þú“ fyrir þau Bógó og Lóló. Lagið er hluti af auglýsingaherferð karla- og kvennalandsliðanna í handknattleik. Fréttablaðið/valli
"Okkur fannst lagið bara eiga það skilið að eiga líf fyrir utan auglýsingaherferðina svo við slepptum því út á þetta internet sem allir eru að tala um," segir upptökustjórinn Pétur Jónsson, öllu þekktari sem Pedro hjá Medialux.

Lagið "Betri en þú" í flutningi Sigríðar Thorlacius og Sigtryggs Baldurssonar hefur nú hljómað á öldum ljósvakans síðustu daga, en lagið var samið sem auglýsingalag fyrir lambakjötsframleiðendur.

"Okkur var falið það verkefni að finna lag sem fjallaði um skemmtilegan kynjaríg. Ég fór því að leita að einhverju lagi sem væri þegar til en það var hvergi að finna. Við sömdum því bara nýtt lag," segir Pétur, en hann fékk Sigtrygg til að skrifa textann með sér.

Lagið verður notað í auglýsingaherferð er snýr að karla- og kvennalandsliðunum í handbolta. Það eru í raun ekki Sigtryggur og Sigríður sem flytja lagið, heldur persónurnar Bógó og Lóló.

Sigríður Thorlacius.
"Þetta eru þessar tvær týpur sem eru persónurnar í laginu. Bógó er væntanlega einhvers konar stytting á Bógomíl Font en Lóló hefur ekki verið til áður. Þau eiga augljóslega í einhvers konar erju-, ástar- og vináttusambandi," segir Sigríður, en í textanum skjóta þau Bógó og Lóló föstum skotum hvort að öðru. 

Spurð að því hvort Bógó og Lóló eigi eftir að syngja meira saman í framtíðinni segir Sigríður það alveg óráðið.

"Ég veit það ekki. Það getur vel verið. Lóló er allavega alveg að stökkva ný fram á sjónarsviðið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.