Lífið

Lætur lægðina ekki á sig fá

Leikarinn John Travolta segir sig njóta blessunar því hann starfar enn sem leikari.
getty images
Leikarinn John Travolta segir sig njóta blessunar því hann starfar enn sem leikari. getty images Getty
John Travolta segir að skortur á kvikmyndaverkefnum fari ekki fyrir brjóstið á honum. Hann telur sig njóta blessunar því hann er enn starfandi eftir fjörutíu ár í bransanum.

"Þú verður að skilja bakgrunn minn. Ég kem úr lágstéttarfjölskyldu og við höfðum ekki mikið á milli handanna, en við nýttum okkur listina. Þú ert að tala við mann sem starfar við það sem honum er kærast; að leika, syngja og dansa. Svo allar lægðir í leikaraferlinum hafa ekki haft mikið að segja," sagði Travolta í viðtali við blaðamann The Guardian.

Það eru ekki lægðirnar sem rista djúpt hjá leikaranum heldur áföllin.

"Hið eina sem virkilega hafði áhrif á mig voru dauðsföllin. Þau voru mörg og höfðu djúpstæð áhrif.?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.