Lífið

Leitaði ráða hjá Julianne Moore

Chloe Moretz treysti mótleikkonu sinni, Julianne Moore, fyrir leyndarmálum sínum.
Chloe Moretz treysti mótleikkonu sinni, Julianne Moore, fyrir leyndarmálum sínum. Nordicphotos/getty
Leikkonan Chloë Moretz segist treysta mótleikkonu sinni, Julianne Moore, fyrir leyndarmálum sínum, en þær leika mæðgur í endurgerð hrollvekjunnar Carrie.

Moretz sagðist hafa rætt ástina við Moore og sú hafi gefið henni góð ráð.



„Hún sagði mér að fara varlega og treysta dómgreind minni. Af því þegar maður er ungur, þá verður maður ástfanginn og maður veit ekki einu sinni af því,“ sagði hin unga leikkona.

Hún fer með hlutverk stúlkunnar Carrie White í samnefndri kvikmynd í leikstjórn Kimberly Peirce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.