Lífið

Rappveisla á Faktorý

Rappsveitin Forgotten Lores treður upp á Faktorý í kvöld ásamt röppurunum Kött Grá Pjé, sem heitir réttu nafni Atli Sigþórsson, og Heimi Bjé úr Larry BRD. Kött Grá Pjé á eitt vinsælasta lag sumarsins, Aheybaró, en búist er við að hann taki lagið á tónleikunum í kvöld, í annað sinn opinberlega. Ljóst er að margir munu leggja leið sína á tónleikana og herma fregnir að Kött Grá Pjé hafi verið að vinna að vinna nýju efni, meðal annars með Birki úr Forgotten Lores, og Heimi bróður sínum, félaga Atla úr norðansveitinni Skyttunum, en þeir hafa þegar getið sér gott orð í rappheiminum. Ekki er útilokað að eitthvað nýtt efni fái að heyrast á þessum tónleikum.- ósk






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.