Lífið

Lone Ranger fær afspyrnuslæma dóma

Misheppnað Nýjasta stórmynd Johnny Depp, Lone Ranger, þykir ekki góð.
Misheppnað Nýjasta stórmynd Johnny Depp, Lone Ranger, þykir ekki góð.
Nýjasta kvikmynd leikarans Johnny Depp fellur ekki í kramið hjá kvikmyndagagnrýnendum víða um heim, svo vægt sé til orða tekið.

Myndin sem kostaði 250 milljónir dollara í framleiðslu hefur fengið afleita dóma og vilja sumir meina að hún marki endalok stórmyndanna.

Það er talið ólíklegt að hún muni ná að þéna 300 milljónir eftir sýningar um heim allan og mun gengi myndarinnar vera sérstakt áhyggjuefni fyrir Disney sem fjármagnar myndina.

Gilbert Cruz, kvikmyndagagnrýnir hjá vulture.com, segir myndina fullkomið dæmi um allt sem getur verið að hinni hefðbundnu Hollywood-stórmynd.

„Fyrir utan að hafa verið fáránlega dýr í framleiðslu, þá er söguþráðurinn lélegur, handritið reiðir sig um of á blóðlaust ofbeldi og myndin er of löng og langdregin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.