Lífið

Uppáhalds ilmurinn minn

Marín Manda skrifar
Guðlaug Elísa Einarsdóttir, eigandi verslunarinnar Suzie Q
Guðlaug Elísa Einarsdóttir, eigandi verslunarinnar Suzie Q
„Ilmvatnið heitir Mûre et Musc og er frá L'Artisan Parfumeur. Ilminn fékk ég í Aurum og þetta var ást við fyrstu sýn.

Ilmurinn er blanda af „musk“ og brómberjum og var þróaður árið 1978 og hefur haldist óbreyttur síðan.

Ég hef alltaf heillast af „musk“ og þessi blanda er fullkomin því hún er ekki of þung og hentar því við öll tækifæri.

Mjög hlýr og kynþokkafullur ilmur enda hefur „musk“ lengi verið þekkt fyrir að hafa aðlaðandi áhrif. Ég hvet allar konur til að kynna sér ilmtegundirnar frá þessu dásamlega franska merki," segir Guðlaug Elísa Einarsdóttir.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar
„Uppáhalds sumarilmvatnið mitt er Daisy frá Marc Jacobs. Það hefur svona léttan blómailm sem mér finnst einmitt mjög sumarlegur.

Það er svo ljúft og í miklu uppáhaldi því að móðir mín heitin átti það og það minnir mig á hana, ég er enn með hennar flösku, en mun alveg pottþétt kaupa það aftur þegar hún loksins klárast," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.