Lífið

Teiknar fræga fólkið

Marín Manda skrifar
Hæfileikarík ung kona.
Hæfileikarík ung kona.
Helena Reynisdóttir er 19 ára listakona sem hefur fengið mikla athygli fyrir einstaklega nákvæmar portrait-myndir af fólki en hún hefur einnig vakið áhuga annarra listamanna á Instagram.

Aðeins 17 ára gömul hélt hún sína fyrstu sýningu en þá teiknaði hún andlitsmyndir af þekktum íslenskum leikurum. Síðan þá hefur hún haldið sýningar á hverju ári og nú síðast rannsakaði hún vatn og vatnsglös sem hún teiknaði upp og hélt sýningu í Energia í Smáralind.

Sýningin fékk góðar undirtektir og verkin seldust vel. Helena segir að það krefjist mikillar undirbúningsvinnu að setja upp sýningu og því sé kominn tími á örlitla pásu frá sýningarhaldi. 

Teikningarnar eru einstaklega nákvæmar.
Helena stundar nám við FG á listabraut en listin er í blóðinu því móðir hennar er myndlistarkennari og hefur því verið henni til halds og trausts í sköpuninni. 

„Ég mála mikið eftir pöntunum í dag en þetta er eins og önnur vinnan mín því það er búið að vera rosalega mikið að gera.

Svo er ég búin að vera deila myndunum mínum á Instagram og það hafa ótrúlega margir listamenn séð þær, deilt þeim og like-að,“ segir Helena Reynisdóttir.

Helena Reynisdóttir við eina af teikningum sínum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.