Lífið

Eivör syngur í kvöld

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Eivör Söngkonan gaf út plötuna Room í fyrra, en allir textarnir eru á ensku.
Eivör Söngkonan gaf út plötuna Room í fyrra, en allir textarnir eru á ensku.
Söngkonan færeyska Eivör Pálsdóttir heldur tónleika á Gamla Gauknum í kvöld.

Eivör gaf út plötuna Room í fyrra en platan inniheldur tíu lög sem öll eru flutt á ensku. Söngkonan verður á tónleikaferðalagi í sumar en hún mun meðal annars spila í Eistlandi, Danmörku og Noregi.

Langt er síðan Eivör spilaði hér á landi og geta þeir, sem vilja berja söngkonuna augum, gert sér ferð á Gaukinn í kvöld. Á laugardaginn heldur Eivör norður þar sem hún mun halda tónleika á Græna hattinum á Akureyri.

Tónleikarnir á Gauknum í kvöld hefjast klukkan 22 og miðinn kostar 3.900 krónur. Hægt er að kaupa miða á Gamligaukurinn.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.