Opnar fyrstu tattú-stofuna í Breiðholti Kristjana Arnarsdóttir skrifar 12. júlí 2013 09:15 „Ég leitaði lengi að húsnæði í 101 en fann ekkert sem hentaði. Svo bauðst mér þessi staður á mínum gömlu bernskuslóðum svo ég sló til,“ segir Páll Ásgeirsson, sem opnað hefur húðflúrstofuna Classic Tattoo í Breiðholtinu. Páll hefur starfað sem húðflúrari í fimmtán ár og bjó síðustu fjögur ár í Gautaborg þar sem hann rak sína eigin stofu. Nú er hann kominn aftur heim í Breiðholtið. „Stofan er hérna beint fyrir framan blokkina sem ég ólst upp í þegar ég var strákur, sem er einstaklega skemmtilegt.“ Páll missti annað augað í slysi þegar hann var tveggja ára. Hann segir að það hafi þó aldrei angrað sig. „Þegar eitt skynfæri hverfur eða hættir að virka, þá eykst virkni annarra skynfæra. Þetta hefur aldrei haft nein áhrif á mig eða vinnuna, enda þekki ég ekkert annað,“ segir hann, og bætir við að hann sé haldinn ákveðinni fullkomnunaráráttu. „Þegar ég vann í unglingavinnunni þá sópaði ég gangstéttina svo vel að það var eins og biskupinn eða forsetinn væru á leiðinni. Þeir gengu þó aldrei þessar blessuðu gangstéttir. Ég hef alltaf átt það til að vanda mig of mikið.“ Páll skartar sjálfur fjölda húðflúra en fyrsta húðflúrið fékk hann 17 ára gamall. „Það var árið 1989. Í raun mörgum árum en þetta varð virkilega vinsælt.“ Classic Tattoo býður viðskiptavinum sínum upp á sérstakt tilboð í tilefni opnunarinnar en býður þar að auki upp á skemmtilega nýjung. „Viðskiptavinir okkar geta komið og fengið ráðgjöf hjá húðflúrara á milli klukkan 12 og 13 og klukkan 18 og 19, alla virka daga. Vandamálið hefur nefnilega oft verið það að fólk kemur inn á húðflúrstofur og flúrarinn er upptekinn þegar viðkomandi kemur inn. Hann getur þar af leiðandi ekki aðstoðað,“ segir Páll. Með þessu fyrirkomulagi skapast því bæði vinnufriður fyrir húðflúrarann og tími fyrir viðskiptavininn. „Svo má nú ekki gleyma því að stofan mín er sú eina sem getur boðið upp á almennileg bílastæði,“ segir Páll léttur í dúr og áréttar að allir séu velkomnir til hans. Páll heldur úti Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með, en stofan er staðsett við Arnarbakka 2 í Breiðholti. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Ég leitaði lengi að húsnæði í 101 en fann ekkert sem hentaði. Svo bauðst mér þessi staður á mínum gömlu bernskuslóðum svo ég sló til,“ segir Páll Ásgeirsson, sem opnað hefur húðflúrstofuna Classic Tattoo í Breiðholtinu. Páll hefur starfað sem húðflúrari í fimmtán ár og bjó síðustu fjögur ár í Gautaborg þar sem hann rak sína eigin stofu. Nú er hann kominn aftur heim í Breiðholtið. „Stofan er hérna beint fyrir framan blokkina sem ég ólst upp í þegar ég var strákur, sem er einstaklega skemmtilegt.“ Páll missti annað augað í slysi þegar hann var tveggja ára. Hann segir að það hafi þó aldrei angrað sig. „Þegar eitt skynfæri hverfur eða hættir að virka, þá eykst virkni annarra skynfæra. Þetta hefur aldrei haft nein áhrif á mig eða vinnuna, enda þekki ég ekkert annað,“ segir hann, og bætir við að hann sé haldinn ákveðinni fullkomnunaráráttu. „Þegar ég vann í unglingavinnunni þá sópaði ég gangstéttina svo vel að það var eins og biskupinn eða forsetinn væru á leiðinni. Þeir gengu þó aldrei þessar blessuðu gangstéttir. Ég hef alltaf átt það til að vanda mig of mikið.“ Páll skartar sjálfur fjölda húðflúra en fyrsta húðflúrið fékk hann 17 ára gamall. „Það var árið 1989. Í raun mörgum árum en þetta varð virkilega vinsælt.“ Classic Tattoo býður viðskiptavinum sínum upp á sérstakt tilboð í tilefni opnunarinnar en býður þar að auki upp á skemmtilega nýjung. „Viðskiptavinir okkar geta komið og fengið ráðgjöf hjá húðflúrara á milli klukkan 12 og 13 og klukkan 18 og 19, alla virka daga. Vandamálið hefur nefnilega oft verið það að fólk kemur inn á húðflúrstofur og flúrarinn er upptekinn þegar viðkomandi kemur inn. Hann getur þar af leiðandi ekki aðstoðað,“ segir Páll. Með þessu fyrirkomulagi skapast því bæði vinnufriður fyrir húðflúrarann og tími fyrir viðskiptavininn. „Svo má nú ekki gleyma því að stofan mín er sú eina sem getur boðið upp á almennileg bílastæði,“ segir Páll léttur í dúr og áréttar að allir séu velkomnir til hans. Páll heldur úti Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með, en stofan er staðsett við Arnarbakka 2 í Breiðholti.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira