Lífið

Innipúkinn tekur á sig mynd

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Diljá Ámundadóttir er skuleggjandi Innipúkans í ár ásamt Steinþóri Helga Arnþórssyni.
Diljá Ámundadóttir er skuleggjandi Innipúkans í ár ásamt Steinþóri Helga Arnþórssyni. Mynd/Arnþór
Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um verslunarmannhelgina eins og hefð er fyrir.

Í ár verður hátíðin haldin á þremur stöðum en aðaldagskráin mun fara fram á skemmtistaðnum Faktorý sem senn verður lokað.

Það eru Diljá Ámundadóttir og Steinþór Helgi Arnþórsson sem standa að skipulagningu Innipúkans en að sögn Diljár er hátíðin vinsæl hjá fólki sem af einhverjum ástæðum fer ekki út úr bænum þessa helgi.

„Þetta er svona hátíð fyrir fólk sem vill ekki gista í tjaldi og stelpur sem vilja heldur vera í háhæluðum skóm, klæða sig í kjól og setja á sig naglakakk en vera í pollagalla.“

Eins og fyrr segir mun hátíðin fara fram á þremur stöðum að þessu sinni. Faktorý verður með tónlistardagskrá á föstudeginum og laugardeginum en einnig er planið að endurvekja gamla Rykkrokk og hafa tónleika snemma á laugardagskvöldinu í Fellagörðum.

Á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Valdimar, Steed Lord og Þórunn Antonía.

„Þetta verður mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Auk þess að vera með dagskrá á Faktorý, þar sem hægt verður að opna út í Hjartagarð og sitja með teppi og, ef fólk vill, fá smá útilegustemmningu í bland við frábæra tónleikum í Fellagörðum, verður fjölskylduball á nýja reitnum hjá Vitatorginu.

Þar verður grillað og hljómsveitin Magga Stína og Hringir koma fram. Nú vonum við bara að veðurguðirnir verði í sólskinsskapi,“ segir Diljá að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.