Lífið

Manuela stefnir sem lengst í fatahönnun

Manuela Ósk Harðardóttirbyrjar í fatahönnunarnámi í haust.
Manuela Ósk Harðardóttirbyrjar í fatahönnunarnámi í haust. fréttablaðið/valli
„Fatahönnun hefur verið minn draumur frá því ég var krakki. Ég hugsa að ekkert annað nám passi áhugasviði mínu betur.

Ég ákvað því að prófa að skila inn möppu og sjá hvert það myndi koma mér,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir sem komst inn í fatahönnunarnám í Listaháskóla Íslands. Það eru aðeins 8-12 nemendur sem fá inngöngu í fatahönnunardeildina á ári hverju.

Inntökuprófið mun vera talsvert ferli en umsækjendur þurfa að skila inn möppu sem getur innihaldið allt milli himins og jarðar. Mappan þarf hins vegar að túlka einhverja sköpun sem er lýsandi fyrir hvern og einn umsækjanda. 

Glæsileg
„Í möppunni minni voru teikningar, ljósmyndir og úrklippumyndir. Ég var síðan kölluð inn í viðtal sem fram fór á ensku. Það var mjög þægilegt spjall sem aðallega snerist um möppuna, áhugamál og framtíðarplön mín.“

Manuela bætir því við að hún stefni sem lengst með náminu og dreymir hana um að hanna kjól sem gæti brugðið fyrir á rauða dreglinum í Hollywood.

Aðspurð um uppáhaldshönnuði og -merki segist Manuela hrífast af Isabel Marant, Phoebe Philo, Riccardo Tisci, Stellu McCartney og Karli Lagerfeld.

„Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli. Ég kaupi bara það sem mér finnst fallegt, óháð merkjum. Ég er sjúk í Givenchy og Kenzo þessa dagana og mig dreymir um að eignast kjól frá Balmain.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.