Lífið

Herbalife þríþrautarkeppni um helgina

Marín Manda skrifar
Borið hefur á auknum áhuga á þríþrautarkeppnum undanfarin ár á Íslandi en þann 14. júlí fer fram Íslandsmeistaramót í þríþraut.

Keppnin, Herbalife hálfur Járnmaður er einn stærsti íþróttaviðburður sinnar tegundar í Hafnarfirði og er þetta í sjöunda sinn sem keppnin er haldin.





Svana Huld Linnet, formaður 3SH.
„Þetta er frábær skemmtun fyrir alla að horfa á og margt af okkar besta íþróttafólki mætir til leiks en þar munu meðal annars Ólympíufararnir Kári Steinn og Jón Margeir taka þátt í liðakeppninni og líka Marta Ernstsdóttir, sem er einn frægasti langhlaupari landsins,“ segir Svana Huld Linnet, formaður 3SH. 

Keppt verður í þríþraut í vegalengdinni hálfur Járnmaður sem er 1.900 metra sund, 90 km hjólreiðar og svo er hlaupið 21,1 km, sem er hálfmaraþon.

Skráðir keppendur eru 66 talsins en skráning er opin öllum. Í liðakeppninni taka 24 þátt. Keppnin hefst kl. níu í Hafnarfirði, nánar tiltekið í Ásvallalaug og hjólað verður meðfram Krísuvíkurvegi og svo er hlaupið um vellina.

Að baki keppninni stendur þríþrautarfélagið 3SH sem er hluti af Sundfélagi Hafnarfjarðar og er Herbalife-styrktaraðili ásamt öðrum velunnurum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.