Sameinar öll áhugasviðin í sama starfi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. júlí 2013 12:00 Ástrós er ekki bara leikhúsfræðingur heldur einnig leiðsögumaður og ritlistarnemi. Hún segir starf fræðslufulltrúans sameina öll þessi áhugasvið. Fréttablaðið/Valli Ástrós Elísdóttir, nýráðinn fræðslufulltrúi Borgarleikhússins, steig fyrst á svið sjö ára gömul með Rokklingunum. Eftir það átti leikhúsheimurinn huga hennar allan og þegar kom að því að velja framtíðarstarf valdi hún að sjálfsögðu leikhúsfræði "Hlutverk deildarinnar er að opna leikhúsið fyrir almenningi og við leggjum sérstaka áherslu á yngri áhorfendurna,“ segir Ástrós Elísdóttir, fræðslufulltrúi Borgarleikhússins, um tilgang nýstofnaðrar fræðsludeildar við leikhúsið. „Þetta er mikilvægt hlutverk sem leikhúsið á að gegna, að ala upp nýja áhorfendur og mennta þá í þessu listformi, leiklistinni. Borgarleikhúsið hefur alltaf sinnt því hlutverki í og með en nú ætlum við að leggja meiri áherslu á fræðslustarfið og gera það markvissara.“ Ástrós er leikhúsfræðingur að mennt og hefur verið lausráðin í ýmis verkefni hjá Borgarleikhúsinu undanfarin tvö ár. En hver er bakgrunnur hennar? „Ég ólst upp í Vesturbænum og gekk þessa klassísku skólagöngu; Melaskóli, Hagaskóli, MR. Hef haft áhuga á leikhúsi alveg frá því ég man eftir mér og mamma var einmitt að rifja það upp að ég hefði séð allar barnasýningar sem boðið var upp á alveg frá tveggja ára aldri. Á unglingsárunum fór ég svo að sækja þau leiklistarnámskeið sem voru í boði, lék í Herranótt og svona.“Hvers vegna fórstu þá í leikhúsfræði en ekki leikaranám?„Sumarið eftir að ég kláraði MR var ég í leikfélaginu Þrándi, sem var lítið leikfélag stofnað af krökkum úr nokkrum menntaskólum. Þá var einmitt Magnús Geir Borgarleikhússtjóri að leikstýra okkur og við settum upp Fullkomið brúðkaup í Loftkastalanum. Þá tók ég þátt í öllu sem viðkom leiksýningu og það heillaði mig meira að vera baksviðs en á sviðinu sjálfu þannig að ég ákvað að fara í leikhúsfræði.“ Ástrós valdi Háskólann í Bologna til námsins, hvað kom til að Ítalía varð fyrir valinu? „Ég útskrifaðist af nýmálabraut í MR og hef mikinn áhuga á tungumálum. Finnst ítalskan svo fallegt tungumál og langaði til að læra hana betur, auk þess sem ég er sóldýrkandi og mikil matkona, þannig að Ítalía var augljóst val.“ Ástrós komst snemma í sviðsljósið því sjö ára gömul var hún farin að syngja með Rokklingunum, sem nutu fádæma vinsælda á þeim tíma. Hún hefur heldur ekki látið leikhúsið nægja sem starfsvettvang, er útskrifaður leiðsögumaður og hefur leitt ítalska túrista vítt og breitt um landið, auk þess sem hún er hálfnuð með meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Eigum við von á leikverki frá henni á næstunni? „Í starfi mínu sem fræðslufulltrúi get ég sameinað öll þessi áhugasvið og já, ég hef gert svolítið af því að skrifa leikrit, en ekkert þeirra hefur ratað á svið enn þá, það kemur vonandi bara seinna.“ Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Jón Óttar og Yoko Ono náðu vel saman Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Ástrós Elísdóttir, nýráðinn fræðslufulltrúi Borgarleikhússins, steig fyrst á svið sjö ára gömul með Rokklingunum. Eftir það átti leikhúsheimurinn huga hennar allan og þegar kom að því að velja framtíðarstarf valdi hún að sjálfsögðu leikhúsfræði "Hlutverk deildarinnar er að opna leikhúsið fyrir almenningi og við leggjum sérstaka áherslu á yngri áhorfendurna,“ segir Ástrós Elísdóttir, fræðslufulltrúi Borgarleikhússins, um tilgang nýstofnaðrar fræðsludeildar við leikhúsið. „Þetta er mikilvægt hlutverk sem leikhúsið á að gegna, að ala upp nýja áhorfendur og mennta þá í þessu listformi, leiklistinni. Borgarleikhúsið hefur alltaf sinnt því hlutverki í og með en nú ætlum við að leggja meiri áherslu á fræðslustarfið og gera það markvissara.“ Ástrós er leikhúsfræðingur að mennt og hefur verið lausráðin í ýmis verkefni hjá Borgarleikhúsinu undanfarin tvö ár. En hver er bakgrunnur hennar? „Ég ólst upp í Vesturbænum og gekk þessa klassísku skólagöngu; Melaskóli, Hagaskóli, MR. Hef haft áhuga á leikhúsi alveg frá því ég man eftir mér og mamma var einmitt að rifja það upp að ég hefði séð allar barnasýningar sem boðið var upp á alveg frá tveggja ára aldri. Á unglingsárunum fór ég svo að sækja þau leiklistarnámskeið sem voru í boði, lék í Herranótt og svona.“Hvers vegna fórstu þá í leikhúsfræði en ekki leikaranám?„Sumarið eftir að ég kláraði MR var ég í leikfélaginu Þrándi, sem var lítið leikfélag stofnað af krökkum úr nokkrum menntaskólum. Þá var einmitt Magnús Geir Borgarleikhússtjóri að leikstýra okkur og við settum upp Fullkomið brúðkaup í Loftkastalanum. Þá tók ég þátt í öllu sem viðkom leiksýningu og það heillaði mig meira að vera baksviðs en á sviðinu sjálfu þannig að ég ákvað að fara í leikhúsfræði.“ Ástrós valdi Háskólann í Bologna til námsins, hvað kom til að Ítalía varð fyrir valinu? „Ég útskrifaðist af nýmálabraut í MR og hef mikinn áhuga á tungumálum. Finnst ítalskan svo fallegt tungumál og langaði til að læra hana betur, auk þess sem ég er sóldýrkandi og mikil matkona, þannig að Ítalía var augljóst val.“ Ástrós komst snemma í sviðsljósið því sjö ára gömul var hún farin að syngja með Rokklingunum, sem nutu fádæma vinsælda á þeim tíma. Hún hefur heldur ekki látið leikhúsið nægja sem starfsvettvang, er útskrifaður leiðsögumaður og hefur leitt ítalska túrista vítt og breitt um landið, auk þess sem hún er hálfnuð með meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Eigum við von á leikverki frá henni á næstunni? „Í starfi mínu sem fræðslufulltrúi get ég sameinað öll þessi áhugasvið og já, ég hef gert svolítið af því að skrifa leikrit, en ekkert þeirra hefur ratað á svið enn þá, það kemur vonandi bara seinna.“
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Jón Óttar og Yoko Ono náðu vel saman Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira