Enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar Gunnar Jóhannesson skrifar 18. júlí 2013 07:00 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn átelur Sigurður Hólm Gunnarsson mig fyrir að misskilja hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Að mati Sigurðar mun slíkur misskilningur vera algengur hjá „prestlærðu fólki“. Tilefnið er gagnrýni mín á stefnuskrá Siðmenntar þar sem ég bendi á þá mótsögn sem, að mínu mati, er fólgin í því að krefjast þess í nafni veraldlegrar lífsskoðunar að hið opinbera „starf[i] eftir veraldlegum leikreglum“ en þó „án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“. Nú má lengi ræða um merkingu hugtaka og getur það jafnan verið til góðs og til þess fallið að skerpa umræðuna. Ég á þó ekki von á því að slík umræða verði frjó og gefandi í þessu tilfelli og því vil ég leyfa mér að árétta það sem ég hef sagt. Sigurður segir að „með veraldlegu samfélagi [sé] reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun“. Án þess að fjölyrða um þessa tiltölulega þröngu skilgreiningu vil ég leyfa mér að staðhæfa að slík krafa er ekki hlutlaus í eðli sínu heldur leiðir af tiltekinni lífsskoðun sem kenna má við veraldarhyggju. Sú lífsskoðun sem Siðmennt stendur vörð um og grundvallar stefnu sína á – siðrænn húmanismi – er af þeirri rót sprottin. Nú er það svo að ein algengasta leiðin til að hafa taumhald á og lágmarka samfélagsleg áhrif trúar og trúarbragða er að einskorða þau við hið persónulega svið. Sú þróun er langt gengin í hinum vestræna heimi og þykir slíkt fyrirkomulag sjálfgefið í dag. Eins og Sigurður segir berst Siðmennt fyrir veraldlegu samfélagi með siðrænan húmanisma að vopni. Engu að síður áréttar hann að í „veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum“. Í þessu er fólgin mótsögn að mínu mati, sem Sigurði Hólm tekst ekki að breiða yfir þrátt fyrir góðan vilja og að væna mig um misskilning.Þvert á hugmyndir um frelsi Þess misskilnings kann að gæta í andsvörum Sigurðar Hólms að með gagnrýni minni á stefnu Siðmenntar sé fólgin krafa um opinbera trúvæðingu samfélagsins. Svo er alls ekki, enda myndi slíkt ganga gegn því frelsi sem „tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar“, eins og Sigurður bendir réttilega á. Hitt er annað mál – og á það vil ég leggja áherslu – að sérhver tilraun til að móta veraldlegt samfélag, eða byggja samfélag sem lýtur „veraldlegum leikreglum“, eins og segir í stefnu Siðmenntar, þar sem áhrif trúar og trúarbragða eru lágmörkuð eða útilokuð, er ævinlega fólgin í því ryðja einni lífsskoðun úr vegi til að rýma fyrir annarri. Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum “ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar. Slíkt samfélagslegt fyrirkomulag er í raun kristið í eðli sínu enda má lesa það út úr orðum Jesú Krists, sem sagði: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Mark 12.17) En af því leiðir ekki að „trú“ og hið „trúarlega“, eins og það er venjulega skilið, eigi ekki eða megi ekki vera sýnilegur og jafnvel grundvallandi þáttur í samfélaginu eða láta til sín taka á opinberum vettvangi og hafa þar áhrif. Að girða „trú“ og hið „trúarlega“ af með einhverjum hætti, gera það hornreka í samfélaginu, og leitast við að þagga niður rödd þess – eins og lesa má út úr yfirlýsingu Siðmenntar – gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar. Slíkt er, þegar allt kemur til alls, tilraun til að svipta fólk þeim réttindum, með það að marki að gera eigin skoðunum og viðhorfum hærra undir höfði og skipa þeim í öndvegi innan samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn átelur Sigurður Hólm Gunnarsson mig fyrir að misskilja hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Að mati Sigurðar mun slíkur misskilningur vera algengur hjá „prestlærðu fólki“. Tilefnið er gagnrýni mín á stefnuskrá Siðmenntar þar sem ég bendi á þá mótsögn sem, að mínu mati, er fólgin í því að krefjast þess í nafni veraldlegrar lífsskoðunar að hið opinbera „starf[i] eftir veraldlegum leikreglum“ en þó „án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“. Nú má lengi ræða um merkingu hugtaka og getur það jafnan verið til góðs og til þess fallið að skerpa umræðuna. Ég á þó ekki von á því að slík umræða verði frjó og gefandi í þessu tilfelli og því vil ég leyfa mér að árétta það sem ég hef sagt. Sigurður segir að „með veraldlegu samfélagi [sé] reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun“. Án þess að fjölyrða um þessa tiltölulega þröngu skilgreiningu vil ég leyfa mér að staðhæfa að slík krafa er ekki hlutlaus í eðli sínu heldur leiðir af tiltekinni lífsskoðun sem kenna má við veraldarhyggju. Sú lífsskoðun sem Siðmennt stendur vörð um og grundvallar stefnu sína á – siðrænn húmanismi – er af þeirri rót sprottin. Nú er það svo að ein algengasta leiðin til að hafa taumhald á og lágmarka samfélagsleg áhrif trúar og trúarbragða er að einskorða þau við hið persónulega svið. Sú þróun er langt gengin í hinum vestræna heimi og þykir slíkt fyrirkomulag sjálfgefið í dag. Eins og Sigurður segir berst Siðmennt fyrir veraldlegu samfélagi með siðrænan húmanisma að vopni. Engu að síður áréttar hann að í „veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum“. Í þessu er fólgin mótsögn að mínu mati, sem Sigurði Hólm tekst ekki að breiða yfir þrátt fyrir góðan vilja og að væna mig um misskilning.Þvert á hugmyndir um frelsi Þess misskilnings kann að gæta í andsvörum Sigurðar Hólms að með gagnrýni minni á stefnu Siðmenntar sé fólgin krafa um opinbera trúvæðingu samfélagsins. Svo er alls ekki, enda myndi slíkt ganga gegn því frelsi sem „tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar“, eins og Sigurður bendir réttilega á. Hitt er annað mál – og á það vil ég leggja áherslu – að sérhver tilraun til að móta veraldlegt samfélag, eða byggja samfélag sem lýtur „veraldlegum leikreglum“, eins og segir í stefnu Siðmenntar, þar sem áhrif trúar og trúarbragða eru lágmörkuð eða útilokuð, er ævinlega fólgin í því ryðja einni lífsskoðun úr vegi til að rýma fyrir annarri. Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum “ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar. Slíkt samfélagslegt fyrirkomulag er í raun kristið í eðli sínu enda má lesa það út úr orðum Jesú Krists, sem sagði: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Mark 12.17) En af því leiðir ekki að „trú“ og hið „trúarlega“, eins og það er venjulega skilið, eigi ekki eða megi ekki vera sýnilegur og jafnvel grundvallandi þáttur í samfélaginu eða láta til sín taka á opinberum vettvangi og hafa þar áhrif. Að girða „trú“ og hið „trúarlega“ af með einhverjum hætti, gera það hornreka í samfélaginu, og leitast við að þagga niður rödd þess – eins og lesa má út úr yfirlýsingu Siðmenntar – gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar. Slíkt er, þegar allt kemur til alls, tilraun til að svipta fólk þeim réttindum, með það að marki að gera eigin skoðunum og viðhorfum hærra undir höfði og skipa þeim í öndvegi innan samfélagsins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun