Lífið

Kóngar og drottningar keppa í Hörpu

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Georg Erlingsson Merrit, umsjónarmaður Draggkeppni Íslands 2013, segir keppnina í ár metnaðarfulla og skemmtilega.
Georg Erlingsson Merrit, umsjónarmaður Draggkeppni Íslands 2013, segir keppnina í ár metnaðarfulla og skemmtilega. Mynd/Valli
„Við höfum sett stemmninguna fyrir Gay Pride en þetta er í sextánda skiptið sem keppnin er haldin,“ segir Georg Erlingsson Merrit, umsjónarmaður Draggkeppni Íslands 2013.

Að sögn Georgs er orðin mikil hefð fyrir keppninni sem verður sífellt stærri og metnaðarfyllri. „Þetta er þriðja árið sem keppnin er haldin í Hörpu sem er hálfgert draumahús. Það verður allt svo hádramatískt að sjá, mikið glimmer og mikill reykur. “

Þema keppninnar í ár er beauty is pain (and I‘m in a lot of pain), sem á íslensku myndi útleggjast sem fegurð fylgir sársauki (og ég er illa kvalinn.) Að sögn Georgs eru keppnisatriðin í ár átta og hvert öðru skemmtilegra. „Atriðin í ár eru átta en þó eru ellefu keppendur þar sem sum atriðin eru dúettar. Einnig koma fram kóngur og drottning ársins 2012 og kveðja titilinn sinn ásamt skemmtilegu opnunaratriði.“

Kynnir keppninnar er Diva Jackie Dupree sem kemur beint frá New York. Georg segir Jackie þekktan skemmtikraft á Manhattan sem kunni svo sannarlega að halda uppi stemmningunni.

„Við hvetjum auðvitað alla til að koma, því keppnin í ár er stór og skemmtileg. Það hefur verið gaman að fylgjast með atriðunum þróast en eitt er víst að draggdrottningar detta aldrei úr tísku.“

Draggkeppni Íslands fer fram 7. ágúst í Eldborgarsal Hörpu. Hægt er að nálgast miða inni á harpa.is eða midi.is eða kaupa þá í afgreiðslu Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.