Getur ekki beðið eftir að stíga á svið Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2013 10:00 Ingó er að mestu tilbúinn með prógrammið Mynd/Arnþór Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, mun stjórna brekkusöngnum í fyrsta skipti í ár. Hann tekur við af Árna Johnsen, sem hefur stýrt honum í 44 ár. Ingó segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. Brekkusöngurinn er orðinn órjúfanlegur hluti af Þjóðhátíð í Eyjum. Hann er á dagskrá á sunnudagskvöldinu en þá safnast fólk saman í brekkunni og syngur brekkusöng. Síðastliðin 44 ár hefur Árni Johnsen stýrt söngnum, að undanskildu árinu 2003 þegar þingmaðurinn Róbert Marshall hljóp í skarðið. Í ár mun Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, taka við keflinu. Þetta verða mikil viðbrigði fyrir fastagesti hátíðarinnar en þó eru margir sammála því að það hafi verið kominn tími á breytingar. „Ég hlakka alveg ofboðslega mikið til. Ég er búinn að vera að spá rosalega mikið í þetta og er búinn að raða upp lögunum. Þetta er svona 90 prósent tilbúið,“ segir Ingó. Hann segist ekki finna fyrir pressu en gera sér þó grein fyrir því að hann sé að feta í stór og rótgróin fótspor. Ingó mun standa einn á sviðinu í brekkusöngnum en hljómsveit hans, Ingó og Veðurguðirnir, mun troða upp á laugardagskvöldinu. Ákveðið hefur verið að stytta brekkusönginn og verður hann 45 mínútur. „Ég er að byggja þetta á dagskránni hans Árna en þetta verður ferskari útgáfa. Ég mun taka mikið af Eyjalögum, enda er þetta hátíð Eyjamanna. Inni á milli verða svo lög sem koma héðan og þaðan sem allir þekkja.“ Ingó segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. „Ef þetta heppnast vel vonast ég til þess að fá að gera þetta aftur.“ Brekkusöngurinn hefst klukkan 23.15. Þegar honum lýkur verður kveikt á blysunum. Kveikt er á einu blysi fyrir hvert ár sem Þjóðhátíð hefur verið haldin. Hún var haldin í fyrsta skipti árið 1874 sem þýðir að blysin verða 140. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, mun stjórna brekkusöngnum í fyrsta skipti í ár. Hann tekur við af Árna Johnsen, sem hefur stýrt honum í 44 ár. Ingó segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. Brekkusöngurinn er orðinn órjúfanlegur hluti af Þjóðhátíð í Eyjum. Hann er á dagskrá á sunnudagskvöldinu en þá safnast fólk saman í brekkunni og syngur brekkusöng. Síðastliðin 44 ár hefur Árni Johnsen stýrt söngnum, að undanskildu árinu 2003 þegar þingmaðurinn Róbert Marshall hljóp í skarðið. Í ár mun Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, taka við keflinu. Þetta verða mikil viðbrigði fyrir fastagesti hátíðarinnar en þó eru margir sammála því að það hafi verið kominn tími á breytingar. „Ég hlakka alveg ofboðslega mikið til. Ég er búinn að vera að spá rosalega mikið í þetta og er búinn að raða upp lögunum. Þetta er svona 90 prósent tilbúið,“ segir Ingó. Hann segist ekki finna fyrir pressu en gera sér þó grein fyrir því að hann sé að feta í stór og rótgróin fótspor. Ingó mun standa einn á sviðinu í brekkusöngnum en hljómsveit hans, Ingó og Veðurguðirnir, mun troða upp á laugardagskvöldinu. Ákveðið hefur verið að stytta brekkusönginn og verður hann 45 mínútur. „Ég er að byggja þetta á dagskránni hans Árna en þetta verður ferskari útgáfa. Ég mun taka mikið af Eyjalögum, enda er þetta hátíð Eyjamanna. Inni á milli verða svo lög sem koma héðan og þaðan sem allir þekkja.“ Ingó segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hefur fengið í hendurnar. „Ef þetta heppnast vel vonast ég til þess að fá að gera þetta aftur.“ Brekkusöngurinn hefst klukkan 23.15. Þegar honum lýkur verður kveikt á blysunum. Kveikt er á einu blysi fyrir hvert ár sem Þjóðhátíð hefur verið haldin. Hún var haldin í fyrsta skipti árið 1874 sem þýðir að blysin verða 140.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira