Mætir á B5 þegar hann fær leyfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2013 07:30 Kennie (lengst til vinstri) ásamt Michael Præst, Robert Sandnes og Martin Rauschenberg. Með þeim á myndinni er Ragna Björg Kristjánsdóttir, stórvinkona strákanna og samstarfsmaður hjá Ormsson. Fréttablaðið/Arnþór „Ég vissi af því að Stjarnan hefði aldrei unnið KR. Það var gott að vinna þá og líka á þessu augnabliki. Það væri gaman að endurtaka leikinn gegn þeim í bikarnum í næstu viku,“ segir Kennie Chopart. Kennie fór á kostum í 3-1 sigri Stjörnunnar í 12. umferð, sem kom Garðabæjarliðinu upp að hlið FH á toppi deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. „Varnarleikur okkar hefur verið frábær. Við vorum aðeins brothættir í fyrstu leikjunum enda með þrjá til fjóra nýja leikmenn. Nú þekkjumst við betur og erum þéttir varnarlega,“ segir Kennie, sem er á sínu öðru tímabili á Íslandi. Hann elskar lífið á Íslandi þrátt fyrir sólarleysið í borginni það sem af er sumri. „Ég held að þetta sé fyrsti sumardagurinn síðan ég kom til Íslands í fyrra,“ sagði Kennie í léttum tón þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið á þriðjudaginn. Hann kann vel við félaga sína í Garðabæjarliðinu. „Mér líður eins og heima hjá mér. Ég þekki strákana í liðinu betur, hangi mikið með þeim og hef svo fjóra Dani í kringum mig.“ Auk Kennie leika landar hans Michael Præst og Martin Rauschenberg með liðinum auk þess sem Henrik Boedker er markmannsþjálfari liðsins. Erfitt að sitja á bekknumLið 12. umferðar Pepsi-deildar karla.Sumarið byrjaði ekki gæfulega fyrir danska kantmanninn. Hann þurfti nokkuð óvænt að sætta sig við töluverða bekkjarsetu framan af sumri og fékk svo vænt höfuðhögg í útileik gegn Skaganum. „Það var erfitt. Í einum leiknum fékk ég bara tíu mínútur,“ segir Kennie um fyrri hluta mótsins. Eftir það hafi hann horft á hlutina frá nýju sjónarhorni; aukið heimsóknir sínar í líkamsræktarstöðvarnar, stundað heilbrigðara líferni og í kjölfarið hafi sjálfstraustið komið. „Það er í botni þessa dagana,“ segir Kennie um sjálfstraustið.Kennie starfar hjá raftækjaversluninni Ormsson hér á landi líkt og hinir Norðurlandabúarnir hjá Stjörnunni. Hann lætur vel af starfinu en þess utan séu þeir mestmegnis í líkamsrækt eða að spila tölvuleiki. Þá hefur spurst út að hann sæki skemmtistaðinn B5 um helgar og sé með síðustu mönnum út. „Ég get ekki neitað því. En aðeins þær helgar sem við fáum leyfi frá þjálfurunum til að skemmta okkur,“ segir Kennie og hlær. Aðspurður hvernig hann kunni við íslenska kvenfólkið stendur ekki á svörum. „Ísland er með fallegustu konur í heimi. Þegar þú gengur um niðri í miðbæ gæti önnur hver stelpa verið fyrirsæta,“ segir Kennie. Þær séu þó vissulega líka fallegar í hinum Norðurlöndunum. „En hérna er þetta hrein klikkun,“ segir Daninn eldhressi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
„Ég vissi af því að Stjarnan hefði aldrei unnið KR. Það var gott að vinna þá og líka á þessu augnabliki. Það væri gaman að endurtaka leikinn gegn þeim í bikarnum í næstu viku,“ segir Kennie Chopart. Kennie fór á kostum í 3-1 sigri Stjörnunnar í 12. umferð, sem kom Garðabæjarliðinu upp að hlið FH á toppi deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. „Varnarleikur okkar hefur verið frábær. Við vorum aðeins brothættir í fyrstu leikjunum enda með þrjá til fjóra nýja leikmenn. Nú þekkjumst við betur og erum þéttir varnarlega,“ segir Kennie, sem er á sínu öðru tímabili á Íslandi. Hann elskar lífið á Íslandi þrátt fyrir sólarleysið í borginni það sem af er sumri. „Ég held að þetta sé fyrsti sumardagurinn síðan ég kom til Íslands í fyrra,“ sagði Kennie í léttum tón þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið á þriðjudaginn. Hann kann vel við félaga sína í Garðabæjarliðinu. „Mér líður eins og heima hjá mér. Ég þekki strákana í liðinu betur, hangi mikið með þeim og hef svo fjóra Dani í kringum mig.“ Auk Kennie leika landar hans Michael Præst og Martin Rauschenberg með liðinum auk þess sem Henrik Boedker er markmannsþjálfari liðsins. Erfitt að sitja á bekknumLið 12. umferðar Pepsi-deildar karla.Sumarið byrjaði ekki gæfulega fyrir danska kantmanninn. Hann þurfti nokkuð óvænt að sætta sig við töluverða bekkjarsetu framan af sumri og fékk svo vænt höfuðhögg í útileik gegn Skaganum. „Það var erfitt. Í einum leiknum fékk ég bara tíu mínútur,“ segir Kennie um fyrri hluta mótsins. Eftir það hafi hann horft á hlutina frá nýju sjónarhorni; aukið heimsóknir sínar í líkamsræktarstöðvarnar, stundað heilbrigðara líferni og í kjölfarið hafi sjálfstraustið komið. „Það er í botni þessa dagana,“ segir Kennie um sjálfstraustið.Kennie starfar hjá raftækjaversluninni Ormsson hér á landi líkt og hinir Norðurlandabúarnir hjá Stjörnunni. Hann lætur vel af starfinu en þess utan séu þeir mestmegnis í líkamsrækt eða að spila tölvuleiki. Þá hefur spurst út að hann sæki skemmtistaðinn B5 um helgar og sé með síðustu mönnum út. „Ég get ekki neitað því. En aðeins þær helgar sem við fáum leyfi frá þjálfurunum til að skemmta okkur,“ segir Kennie og hlær. Aðspurður hvernig hann kunni við íslenska kvenfólkið stendur ekki á svörum. „Ísland er með fallegustu konur í heimi. Þegar þú gengur um niðri í miðbæ gæti önnur hver stelpa verið fyrirsæta,“ segir Kennie. Þær séu þó vissulega líka fallegar í hinum Norðurlöndunum. „En hérna er þetta hrein klikkun,“ segir Daninn eldhressi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira