Róbert Orri semur við Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 17:21 Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, býður Róbert Orra Þorkelsson velkominn í félagið. Víkingur Róbert Orri Þorkelsson er kominn aftur heim til Íslands og spilar með Víkingum í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Víkingar segja frá því á miðlum sínum að Róbert Orri hafi skrifað undir þriggja ára samning eða út 2027 tímabilið. Róbert er 22 ára miðvörður sem spilaði síðast á Íslandi með Blikum sumarið 2021 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Róbert Orri fór fyrst til kanadíska félagsins CF Montréal í MLS-deildinni en var síðan lánaður til norska félagsins Konsvinger á síðasta sumar. Róbert er 186 sentimetra miðvörður sem kemur nú reynslunni ríkari eftir lærdómsrík og krefjandi ár í atvinnumennsku. Hann lék sextán leiki í Bestu deildinni með Breiðabliki, hann hefur leikið fjóra A-landsleiki og alls sautján leiki fyrir 21 árs landslið Íslands. Alls á Róbert Orri 44 leiki fyrir öll landslið Íslands. Fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Víking síðan að Sölvi Geir Ottesen tók við af Arnari Gunnlaugssyni leikur því sömu stöðu og nýi þjálfari hans spilaði á sínum glæsta ferli. Sölvi ætti því að geta kennt honum eitthvað um þá stöðu. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) „Róbert er mjög spennandi ungur vinstri fótar hafsent sem getur leyst vinstri bakvörð líka. Hann er góður á boltann og með góða sendingagetu og við teljum hann vera kominn í besta umhverfi á landinu til að þróa sinn leik enn frekar. Við ætlumst til mikils af honum hér í Víkinni næstu árin,“ sagði Kári Árnason á miðlum Víkinga. „Róbert Orri er frábær leikmaður sem sýndi snemma hæfileika sína á Íslandi og fór ungur út í atvinnumennsku. Hann er mikill leiðtogi innan sem utan vallar sem sást vel í vali hans sem fyrirliða U-21 landsliðsins. Róbert er leikmaður sem gerir góðan hóp enn betri og við bindum miklar vonir við hann hér í Hamingjunni,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, á miðlum Víkinga. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Sjá meira
Víkingar segja frá því á miðlum sínum að Róbert Orri hafi skrifað undir þriggja ára samning eða út 2027 tímabilið. Róbert er 22 ára miðvörður sem spilaði síðast á Íslandi með Blikum sumarið 2021 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Róbert Orri fór fyrst til kanadíska félagsins CF Montréal í MLS-deildinni en var síðan lánaður til norska félagsins Konsvinger á síðasta sumar. Róbert er 186 sentimetra miðvörður sem kemur nú reynslunni ríkari eftir lærdómsrík og krefjandi ár í atvinnumennsku. Hann lék sextán leiki í Bestu deildinni með Breiðabliki, hann hefur leikið fjóra A-landsleiki og alls sautján leiki fyrir 21 árs landslið Íslands. Alls á Róbert Orri 44 leiki fyrir öll landslið Íslands. Fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Víking síðan að Sölvi Geir Ottesen tók við af Arnari Gunnlaugssyni leikur því sömu stöðu og nýi þjálfari hans spilaði á sínum glæsta ferli. Sölvi ætti því að geta kennt honum eitthvað um þá stöðu. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) „Róbert er mjög spennandi ungur vinstri fótar hafsent sem getur leyst vinstri bakvörð líka. Hann er góður á boltann og með góða sendingagetu og við teljum hann vera kominn í besta umhverfi á landinu til að þróa sinn leik enn frekar. Við ætlumst til mikils af honum hér í Víkinni næstu árin,“ sagði Kári Árnason á miðlum Víkinga. „Róbert Orri er frábær leikmaður sem sýndi snemma hæfileika sína á Íslandi og fór ungur út í atvinnumennsku. Hann er mikill leiðtogi innan sem utan vallar sem sást vel í vali hans sem fyrirliða U-21 landsliðsins. Róbert er leikmaður sem gerir góðan hóp enn betri og við bindum miklar vonir við hann hér í Hamingjunni,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, á miðlum Víkinga.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn